Þjófnaður í boði stjórnvalda.

Eftirfarandi saga er dæmi um það hverslags svívirða er látin viðgangast gagnvart ungu fólki sem hefur verið að koma sér upp heimili. Það eru bráðum sjö ár síðan yngri sonur minn keypti sér sína fyrstu íbúð. Svo stækkaði hann við sig tveimur árum síðar en fór gætilega. Allir aukapeningar hans hafa farið í að laga og betrumbæta undanfarin ár. Þá hef ég einnig létt undir. Ég man að um mitt ár 2008 taldi hann sig eiga 7 milljónir í íbúðinni. En vegna breyttra aðstæðna og framhaldsnáms sem hann stundar erlendis um þessar mundir varð hann að selja íbúðina um daginn. Það skal tekið fram að söluverð íbúðarinnar lækkað aðeins um 1 milljón frá því sem hann mat íbúðina árið 2008. En verðtryggða lánið sem hvílir á íbúðinni hefur hækkað svo gríðarlega að eign hans er með öllu horfin.

Ég vil meina að hann hafi verið rændur af lánastofnun sem hefur leyfi stjórnvalda til þess. Í hans tilfelli verður ekki spurt að "úrræðum" því hann tilheyrir ekki neinum tilteknum "flokki" skuldara sem bíða sér lausna.

Það er göfugt, eða hitt þó heldur, að endurreisa bankakerfið með eignaupptöku af þessu tagi.

 


mbl.is Lánin færð yfir á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir um 7 árum síðan var dollarinn á um 80. Margir keyptu sér húsnæði, á myntkörfulánum. Ekki man ég eftir neinum kvörtunum um þjófnað og kröfur um réttlæti þegar húsnæði síðan hækkaði í verði og lánin lækkuðu. Dollarinn fór í rúmlega 50 krónur lægst, og engar kröfur um réttlæti. Allir voða glaðir: vá ég græddi 5 milljónir, 10 milljónir, 15 milljónir vegna þess að ég keypti á réttum tíma, ég var svo klár að taka myntkörfulán... ókeypis peningar... Nú get ég sett flott parket á íbúðina, sturtuklefa, eldhúsinnréttingu, dollarinn á 60 svo það er nærri því gefins...Svo þegar hin óumflýjanlega niðursveifla kemur verða allir voða undrandi, ég tapaði gróðanum og meira til, þetta er óréttlátt, þjófnaður, ríkið á að bæta mér þetta... Hvaða svindl er í gangi, að ég eigi að borga til baka sama og parketið kostar í dag, ég var ekki að taka lán til þess.

Bankarnir og ríkið eru ætíð vondu karlarnir. Fólk hefur alla tíð getað farið illa að ráði sínu í fjármálum. Og þegar kemur að því að borga er viðkvæðið ætíð: ríkið átti að passa mig... ríkið verður að bjarga mér... bankarnir eiga ekki að fá að lána svona... bankarnir verða að taka ábyrgð, ekki ég... þetta er öllum öðrum en mér að kenna...

Bankar eru fyrirtæki. En það virðist ætíð koma fólki á óvart að þeir skuli ekki starfa eins og Hjálparstofnun Kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd. Fólk virðist í alvöru vera hneykslað og undrandi að bankarnir skuli ætla að innheimta öll þau lán sem þeir mögulega geta á sama tíma og þeir þurfa að afskrifa stór lán sem ekki er möguleiki að innheimtist nokkurn tíman. Hneikslað og undrandi að það skuli ekki fá afskrifað eins og þeir sem teknir hafa verið í gjaldþrotaskipti. Svona fréttir sjáum við á hverjum degi og jafnvel oft á dag: ....xxx hf. varð gjaldþrota í október síðastliðnum. Engar eignir fundust í búinu.... kröfur í bú xxxx námu um 346 milljónum króna. Lítið sem ekkert hefur fengist upp í þær kröfur....Lýstar kröfur í bú xxxxx námu 756 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í þær....

sigkja (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 14:14

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þú verður að fyrirgefa að þó ég hafi lesið innleggið þitt tvisvar yfir þá er ég engu nær um að það komi dæmi því við sem ég nefni. Ég skil hins vegar hvað þú ert að fara og er að mörgu leyti sammála útlistun þinni.

Í því dæmi sem ég nefni er eingin eignabóla byggð á gengisstyrkingu krónunnar á tímabilinu eins og þú nefnir. Ég nefni sérstaklega að söluverðið er því sem næst það sama og það var áætlað 2008. Þá hækkar myntkarfan, en lækkaði ekki, frá því hann tekur lánið 2004 til byrjun árs 2008 um u.þ.b. 20%. Því er ekki um neina eignaaukningu að ræða í mínu dæmi vegna þess að krónan hafi verið að styrkjast á þessu tímabili. Ég er einfaldlega að tala um að eign hans, það sem hann lagði fram í bæði skiptin er hann keypti og það sem hann nurlaði saman á sjö árum er horfið í gin bankans - nýja bankans sem yfirtók lánið hans á hálfvirði.

"Bankar eru fyrirtæki. En það virðist ætíð koma fólki á óvart að þeir skuli ekki starfa eins og Hjálparstofnun Kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd"

Það er akkúrat þannig sem bankarnir starfa í dag og ég er gríðarlega ósáttur við; að þeir færa eignir frá þeim sem skulda bönkunum en eiga nægjanleg veð svo ekki þurfi að leiðrétta neitt hjá þeim - til þeirra sem skulda langt umfram eignir og veðhæfi og fá niðurfærslu á höfuðstól.

Atli Hermannsson., 13.3.2010 kl. 22:21

3 identicon

Var söluverðið á fyrri íbúðinni það sama og kaupverðið? Var hann að kaupa seinni íbúðina þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum og í engu samræmi við raunverulegt virði fasteigna? Verð fasteigna hefur verið að leiðréttast. Fólk sem kaupir á uppsprengdu verði tapar þegar bólan springur. Rétt eins og bankinn var engu að tapa þegar íbúðir fóru hækkandi, lánshlutfall lækkaði. Þá er bankinn ekkert að græða þó íbúðir hafi fallið svo í verði að fólk stendur eignalaust eftir. Bankinn er bara að fá sitt eins og samið var um, söluverð og kaupverð fasteignanna kemur í sjálfu sér því ekkert við.

-það sem hann lagði fram í bæði skiptin er hann keypti og það sem hann nurlaði saman á sjö árum er horfið í gin bankans- þegar hið rétta er að það sem hann lagði fram í bæði skiptin er hann keypti og það sem hann nurlaði saman á sjö árum tapaði hann á fasteignaviðskiptum sem komu bankanum ekkert við. Ef þú kaupir gamlan Fíat á lánum fyrir milljón þá er það ekki bankinn sem er að ræna þig þegar þú getur aðeins fengið 500 þúsund fyrir Fíatinn en þarft áfram að borga af milljón króna láninu. Fólk sér bara peningana fara í bankann og áliktar að þá hljóti það að vera bankinn sem er að ræna það.

Ránið átti sér stað fyrir okkrum árum síðan. Þegar byggingaverktakar byggðu eins og óðir því þeir gátu selt með ævintýralegri álagningu. Sveitarfélög seldu byggingarlóðir á fáránlegum verðum. Og fasteignasalar mokuðu æstir kolum á eldinn.

sigkja (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 14:12

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég skil alveg hvað þú ert að fara; en það á bara ekki við í þessu tilfelli. Vissulega græddi hann á fyrri eigninni sem hann keypti í reiðileysi og gerði upp. Við það myndaðist eigið fé til viðbótar því sem hann átti er hann keypti hana. Það fé var allt lagt í seinni íbúðina. það er það fé sem ég segi að hafi verið stolið af honum. Það tapaðist ekki vegna þess að söluverð íbúðarinnar hafi lækkað frá því sem hann keypti hana á; heldur vegna þess að lánið sem hvíldi á henni hafði hækkað um nálægt 100% frá því hann keypti hana vegna gengishrunsins.

Atli Hermannsson., 14.3.2010 kl. 22:19

5 identicon

-Vissulega græddi hann á fyrri eigninni.... og tapaði á þeirri seinni. Hafi eihver verið að stela af honum þegar hann tapaði, hverjum var hann þá að stela af þegar hann græddi?

Lánið hafði ekki hækkað neitt að raungildi. Hann skuldaði áfram sömu tölu í yenum, dollurum eða evrum, rétt  eins og bankarnir sem voru að taka erlend lán til að fjármagna þessi útlán. Hundruð miljarða útlán bankanna byggðust ekki á innlögnum fermingarbarna.

Erlent lán með 2% vöxtum eða íslenskt vísitölubundið lán á 6% vöxtum. Það er ekki spurning hvort er hagstæðara, ef íslenska krónan helst stöðug út lánstíman. Þú kaupir kaskó tryggingu á bílinn ef þú hefur ekki efni á því að hann renni utaní ljósastaur. Ef þú hefur efni á því að tapa bílnum bótalaust eða trúir því að ekkert geti komið fyrir spararðu þér trygginguna og græðir og græðir svo lengi sem ekkert hendir. Hans var valið. Hefði hann farið öruggari, dýrari leiðina ætti hann einhvern pening í afgang.

Það var enginn að stela af honum, hann tók bara ranga ákvörðun og sturtaði þessari eign niður klósettið eins og svo margir aðrir.

sigkja (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 00:36

6 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég vil gera skýran greinamun á íbúð annars vegar og bifreið hins vegaðar því bíllinn er lausafé sem afskrifast eftir ákveðnum reglum sem hús gera að jafnaði ekki. Svo það sé á hreinu, þá gerði hann kostnaðar endurbætur á fyrri íbúðinni og jók þannig verðgildi hennar... því stal hann engu þegar hann seldi hana. Hins vegar var lán á seinni íbúðinni sem metið var á sex milljónir króna. Það hækkaði á augabragði um 120%. Það er að mínum dómi ekki viðskipti heldur þjófnaður - Lánið var greitt upp um daginn á rúmlega tvöföldu því verði sem nýja bankanum er ætlað að greiða fyrir það í uppgjöri hans við gamla bankann. En ef þér finnst þetta allt eðlilegt og sanngjarnt, þá verður það bara svo að vera. 

Atli Hermannsson., 15.3.2010 kl. 13:29

7 identicon

Og aftur allir saman nú...Bankar eru fyrirtæki. En það virðist ætíð koma fólki á óvart að þeir skuli ekki starfa eins og Hjálparstofnun Kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd. Fólk virðist í alvöru vera hneykslað og undrandi að bankarnir skuli ætla að innheimta öll þau lán sem þeir mögulega geta á sama tíma og þeir þurfa að afskrifa stór lán sem ekki er möguleiki að innheimtist nokkurn tíman...

Ég sé ekkert óeðlilegt eða ósanngjarnt við það að fólk greiði sínar skuldir. En ef þér finnst það óeðlilegt og ósanngjarnt, þá verður það bara svo að vera.

sigkja (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 19:52

8 Smámynd: Atli Hermannsson.

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Eirik_Bergmann/skussum-bjargad--raddeildarsomum-refsad

Atli Hermannsson., 15.3.2010 kl. 23:51

9 identicon

Bergmann er skemmtilegur, enda náfrændi hinnar frægu sögukonu Gróu. Einhvern vegin hef ég aldrei flokkað það með fréttum sem hann heyrir útundan sér í heitu pottunum.

Það er ekkert nýtt að skuldir gangi kaupum og sölum. Gömlu húsnæðislánin var á tíma hægt að kaupa á þessum afslætti. Venjuleg skuldabréf hafa í gegnum árin verið seld á afslætti. Húsbréfin hafa bæði verið seld á yfir og undirverði. Skuldir eru verslunarvara. Stundum hafa menn grætt og stundum tapað, en skuldarinn borgar bara eftir samningnum. Hann hvorki hagnast eða tapar á þeirri verslun. Þau viðskipti einfaldlega koma honum ekkert við. Átt þú einhvern rétt á að hagnast á viðskiptum þar sem þú leggur ekkert til og tekur enga áhættu?

Ef allt hefði farið á hinn veginn og verið væri að yfirfæra þessi lán með álagningu og fólk væri að borga lægri upphæð í íslenskum krónum en það fékk í upphafi. Ef 300 þúsund króna afborgun félli niður í 100 þúsund. Værir þú þá sáttur við að borga áfram 300 þúsund eins og ekkert hefði gerst og jafnvel svolítið auka, svo þú værir nú ekki að stela af bankanum, eða mundir þú heimta að samningurinn stæði? Hvernig virkar þitt "eðlilegt og sanngjarnt"?

sigkja (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband