100 ár í sögu fiskveiða

Allir eru sammála um að afskaplega fátt í atvinnuháttum þjóðarinnar svipar til þess sem var fyrir 100 árum síðan. Þá var fyrsti togari okkar Íslendinga Coot, fjögurra ára og vélaöldin gekk í garð átta árum áður. Árið 1907 rifuðu fimm skútuskipstjórar seglin í síðasta sinn og létu smíða fyrir sig togara sem fékk nafnið Jón forseti. Hann var gufuknúinn og brenndi kolum. Það gerðu líka allir erlendu togararnir sem veiddu hér við land fyrir réttum 100 árum. Þeir voru afskaplega smáir í samanburði við það sem við þekkjum í dag - og þurftu því að toga á mjög grunnu vatni -  eða upp í kartöflugörðum eins og það var kallað, enda afskaplega lítið um landhelgi á þeim tíma.

Þorskaflinn hér við land árið 1910 var engu að síður 133 þúsund tonn, eða jafn mikill og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Þá var þorskaflinn árið eftir 152 þúsund tonn, eða sama magn og Hafró ráðleggur að veitt verði á næsta fiskveiðiári.

Með 100 ára reynslu og eftir 30 ára markvissa uppbyggingu á þorskstofninum eftir forskrift "færustu vísindamanna" þjóðarinnar - erum við á byrjunarreit.

Til hamingju með daginn sjómenn.

Rækjubátar


mbl.is Hátíð hafsins um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir góða fróðleiksmola.

Sigurður Þórðarson, 6.6.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég veit ekki hvað þarf til þes að ráðamenn hlusti ef ekki nú hvenær þá?

Sigurjón Þórðarson, 19.6.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 42869

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband