Ögurstund náglast

Þetta var glæsileg ræða hjá Jóhönnu sem kann að kallar hlutina sínu rétta nafni. Hún veit sem er að sérhagsmunaöflin eru reiðubúin í hvaða óþverrabrögð sem gæti komið henni að gagni. Það er t.d. ekki langt síðan LÍÚ hótaði að sigla flotanum í land ef ekki yrði gengið að ákveðnum kröfum þeirra.

En vonandi heldur SA með Vilhjálm tvíhöfða að storka þjóðinni, því fyrr áttar hún sig á við hvers lags öfl er að eiga við.   

Það verður að gera gagngerar breytingar á fiskveiðikerfinu og það ekki seinna en núna. Því verður karl kvölin hann Jón Bjarna að fara að leggja fram frumvarp um breytingar á kerfinu. Þá sjáum við fyrst hverjir það eru á þingi sem standa í lappirnar en selja sig ekki  sérhagsmunaöflunum fyrir silfurpeninga.

Með núverandi fiskveiðistjórnarlögum voru sett þrjú markmið. Treysta byggðirnar, efla atvinnu og byggja upp fiskstofnana. Engin þeirra markmiða hafa náðst og er í raun haf og himinn á milli þeirra og þess "árangurs" sem náðst hefur - ef árangur skildi kalla.

En í þrætu um eignarhaldið og nýtingarréttinn mega menn samt ekki missa sjónar á því, að krabbameinið í kerfinu er Hafrannsóknarstofnun og sú vísindaklíka sem rænt hefur þessari stofnun og heldur henni í vísindalegri gíslingu.

Ef ég ætti að velja á milli þess annars vegar að gera breytingar á stjórnarskránni, eignarhaldinu og því sem því tilheyrir og svo hins vegar nýtingarstefnunni og ráðgjöfinni. Þá er ég ekki í nokkrum vafa. Það er mun mikilvægara að taka Jóhann forstjóra Hafró og hans sértrúarsöfnuð sem engu heftur skilað og henda þeim í gúanó.

Röng nýtingarstefna sem viðgengist hefur hér i áratugi kostar þjóðina tugi milljarða á ári, en veiðileyfagjald sem þorri almennings krefst að útgerðin greiði fyrir einkaafnotarétt aðeins örfáir milljarðar - dugar ekki einu sini til að reka Fiskistofu hvað þá Hafró eða Gæsluna...    


mbl.is Ögurstund í sjávarútvegsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég man ekki betur en sjómenn hafi hótað að sigla í land ef stjórnin tæki af þeim sjómannaafsláttinn.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.1.2011 kl. 19:25

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það sem ég er að vitna til Ólafur, er að 13. janúar í fyrra samþykkti LÍÚ að sigla flotanum í land ef ríkisstjórnin léti ekki af "hótun" sinni um að fyrna aflaheimildirnar. Þetta var í framhaldi af því að Jón Bjarnason kynnti breytingu á skötuselnum. Þessi hótun var ekki út í loftir, heldur samþykkt í stjórn LÍÚ. 

Því fyrr sem landinn átta sig á því hvers lags viðbjóð við höfum dinglandi yfir höfðinu á okkur, því betra. Því fagna ég hverri yfirlýsingunni sem kemur frá þessum samtökumog þeirra pótintátum sem kunna ekki nokkra mannasiði.

Atli Hermannsson., 29.1.2011 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband