Nýtt rannsóknarskip?

Það segir í fyrirsögninni að "nýtt skip muni bæta rannsóknir". Ég er algerlega ósammála því. Hvað er það annars sem nýja skipið á að gera sem eldri skipin geta ekki; nákvæmlega ekkert sem skiptir máli. Forstjóri Hafró nefnir í meðfylgjandi viðtali; að hægt verði að vera úti í verri veðrum - við loðnumælingar. Nú spyr ég, er einhver knýjandi þörf á því? Nei svo sannarlega ekki. Því við eigum einn glæsilegasta flota uppsjávarskipa sem er fullfær um að finna þær loðnu - peðrur sem finna þarf þegar mest á reynir eftir áramótin. Þannig hefur það verið undanfarin ár, enda best að hafa sem flest skip við leitina sem geta farið yfir sem stærst hafsvæði á sem skemmstum tíma. Þá dreg ég í efa að nýja rannsóknarskipið verði búið betri tækjakosti en uppsjávarflotinn - því hann er einfaldlega ekki til. Svo er það sér kapituli að kunna á tækin í dag. Ég sé t.d. nýja skipið fara út eftir áramót að leita að loðnu og það verði ekki fyrr en að lokinni vertíð að þeir verði farnir að ná þokkalgum tökum á tækninni.

Mun nýja skipið gera eitthvað fyrir okkur varðandi þorskinn? Ekki kem ég auga á það. Því hryggjarstykkið í stofnmati Hafró er togararallið sem saman stendur af togi nokkurra skipa á nákvæmlega sama tíma ár hvert - og ennþá gert með sama hætti og get var fyrir 1980. Þar má heldur engu breyta sem spillt gæti samanburði við fyrri rannsóknar. Ég gæti t.d. alveg trúað því að millibobbingarnir séu enn á sínum stað. Vandamálið er ekki að það vanti nýtt skip, ný gögn eða fleiri sýni til að rýna í. Enda snýst nútíma fiskifræði um að rýna í tölvur og formúlur frekar en nokkuð annað.  Vandamálið er stofnunin sjálf og hefur verið allar götur frá stofnun hennar. Fjölmörg gögn og skýrslur staðfesta það.

Frá árinu 1950-1975 var meðalafli í þorski 450 þúsund tonn. Allan þann tíma vorum við með stóran flota Breta og Þjóðverja sem lengst af fiskuðu fyrir innan 12 mílurnar með klædda poka og minni möskva en eftir að "okkar færustu vísindamenn" tóku yfir stjórnina. Fyrstu árin eftir að Hafró kom til sögunnar hélst afli nær óbreyttur, en síðan fór að síga á ógæfuhliðina og afli fór á tímabili niður í þriðjung þess sem áður var. Afli var sem sagt í sögulegri lægð u.þ.b. 20 árum eftir að rákum útlendinga út fyrir 200 mílurnar og við einir sátum að auðlindinni.

Síðastliðin 40 ár höfum við verið að "byggja upp" samkvæmt nýtingarstefnu Hafró. Á öllum þeim tíma erum við rétt núna að nálgast 75% af þeim jafnstöðuafla sem var fyrir daga Hafró. Og það stórundalega er; að þetta er talið vera árangur sem blásinn er upp i fjölmiðlum. 

Vissulega er þorskstofninn í sögulegri stærð um þessar mundir - en veit það á gott? Nei svo sannarlega ekki, því ekki má veiða nema 20% af viðmiðunarstofninum ár hvert - eða u.þ.b. jafn mikið og árlega drepst náttúrulegum dauðdaga. Þá er samsetning stofnsins afskaplega óhagstæð. En hún samanstendur af óvenju háu hlutfalli af gömlum árgöngum - stórum fiski - sem étur ungviðið. Þetta sýnir sig í afla strandveiðisjómanna. En mjög víða eru þeir að fá 5+ og jafnvel 8+. Yngstu árgangana finnum við svo í maganum á þeim stóru.                   


mbl.is Nýtt skip mun bæta rannsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristjánsson

Það ber nú ekki vott um mikla þekkingu að halda að það þurfi skip sem getur verið úti í loðnuleit í aftaka veðrum. Skip fara að draga loft við 7-8 vindstig og þá hætta asdic og dýptarmælar að "sjá" nokkuð. Ég held að forstjórinn hafi aldrei farið í túr með rannsóknarskipi.

Þá er það borin von að þorskaflinn vaxi með núverandi nýtingarstefnu, líklegra að hann detti og jafnvel snarfalli ef makríllinn fer héðan, og haldið verði í svona lága nýtingu, friðun smáfiskjar og hrygningarstofns. Það er bara stefna sem er kolröng, breyting á henni væri miklu gáfulegri en kaup á rannsóknaskipi auk þess að gefa af sér um 100 milljarða á ári.

Jón Kristjánsson, 4.8.2018 kl. 11:59

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er sammála ykkur báðum Atli og Jón þetta er hið undarlegasta mál en þeir gætu alveg eins gefið Landhelgisgæslunni nýtt Varðskip til að passa að engin veiði nokkur. Nóg setja þeir í að passa handfærabátana með boðum og bönnum. Þeir hljóta að hafa CIA á mörkuðunum til að fylgjast með. 

Valdimar Samúelsson, 4.8.2018 kl. 19:48

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Fór niður á bryggju í dag og horfði á sportveiðimenn krækja í makríl. Þeir voru sammála um að minna væri af makríllinn en undanfarinn ár. Hann var ekki eins bústinn heldur og var.

Merkilegt var hvað lítið fór fyrir "gjöf" Alþingis á Þingvöllum í fréttum. Allt snérist um álfkonuna sem lét sig hverfa. Í raun var varla minnst á dagsskrá hátíðarfundarins í fjölmiðlum. Hátíðlegheitin hafa varla verið slík að ekki mætti ræða fjárveitingu upp á 4 milljarða. Í daga kom stærðar seglskip frá suðrænni þjóð sem þykir annt um sjómennsku og siglingar. Gaman hefði verið ef Árni Friðriksson hefði verið nýttur til að efla menntun sjómanna, heldur en að hafa hann bundinn flesta daga við bryggju.

Nær hefði verið að leysa arðbærustu verkefni vegagerðar í stað þessa feluleiks sem nú er viðhafður á Alþingi. Tveir dýralæknar við yfirstjórn vegagerðar ofan á getuleysi undanfarin ár í vegamálum virðist kóróna stjórnleysið.

Sigurður Antonsson, 4.8.2018 kl. 19:53

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Nýjasta hafrannsóknarskipið okkar hefur legið bundið við bryggju, eða í slipp, meira tvo þriðju af tímanum síðan það kom til landsins! 

 Væri ekki nær að fjölga úthaldsdögum þess, frekar en að sóa milljörðum í nytt bryggjuskraut?

 Nýtt hafrannsóknarskip er sóun á almannafé og hreint með ólíkindum að þingheimur skuli ekki vera viti bornari en það að sjá það ekki. Sýnir vel hve laust við jarðtengingu þetta þinglið er allt saman. Bæði þau sem sátu fastast á Þingvöllum og ekki síður sú sem setti rumpinn í samkomuna.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 5.8.2018 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband