Með traustu fólki.

Lykillinn að góðu gengi fyrirtækja getur einfaldlega verið að hafa traust og hæfileikaríkt fólki í kringum sig. Þegar saga Samherja er skoðuð sést að gæfu og uppbyggingu fyrirtækisins má ekki síður þakka frábærum mannskap en "dugnaði" eigenda. Einn þeirra er svo sannarlega Ólafur Hermannsson, sem senn lætur að störfum hjá Samherja eftir 40 ár hjá þeim frændum. Fyrir þann tíma var Ólafur í mörg ár stýrimaður á Kaldbak EA 1 með Þorsteini Vilhelms. Svo tíminn með þeim frændum er í raun mun lengri. Ef ég á að vera væminn þá byrjuðu þeir Óli og Steini á svipuðum tíma á nýsköpunartogaranum Harðbak EA 3. Það hefur líklega verið í kringum 1966-7 En togarinn kom nýr í fyrsta skipti til Akureyrar rétt fyrir jólin 1950 - eða á sama tíma og Ólafur uppi á FSA.

Ég veit að það hefur verið gott að vinna fyrir Samherja og þá hefur fyrirtækið ekki síður verið heppið að hafa mann eins og Óla Hermanns. Ég var um langt árabil veiðarfæra-sölumaður og því í miklum samskiptum við Óla bróðir minn sem og kollega. Frá þeim fékk ég reglulega að heyra hversu heppið Samherji væri að hafa mann eins og Óla Hermanns. Gjarnan bættu þeir við hversu erfitt það væri að halda honum í símanum eða fá hann til að kaupa eitthvað sem ekki væri alveg örugglega fyrsta flokks eða bráð-nauðsynlegt. Þá sagði Steini Villa mér fyrir nokkrum árum að það hafi ekki tekið Ólaf nema einhverja mánuði að verða besti netamaðurinn um borð. Þá skal tekið fram að Óli Hermanns er ekki alveg týpan sem alltaf er að minna okkur á hversu duglegur og klár hann er. 

Ef ég ætti að nefna eitthvað einkenni á honum. Þá væri það einna helst að ekki er hægt að biðja hann um eitthvað sem á að gera einhvern tímann seinna. Í fyrravor hringdi ég t.d. og bað hann um að renna við tækifæri út í DNG og ná í tvær rúllur sem ég ætti þar. Rétt áður en samtalinu lauk segir hann; ég er hérna fyrir utan hjá þeim. Í haust hringdi ég aftur og bað hann um að athuga með flutning fyrir mig suður á járnstykki sem erfitt gæti reynst að flytja með öðru. Hvort einhver væri ekki á ferðinni fljótlega sem gæti flutt stykkið. Hann vissi ekki um neinn; en hringdi til baka 10 mínútum seinna og var þá búinn að finna bíl sem færi suður daginn eftir.

Besti tíminn, fyrir litla bróðir, voru samt fyrstu árin hans á síðutogaranum Harðbak. Á þeim árum sigldu ÚA togararnir gjarnan á Grimsby eða Bremerhaven í kringum hátíðirnar. Fyrir utan blönduðu ávextina og Machintosið þá keypti hann alltaf það flottasta handa mér. Einna minnisstæðastir eru Adidas skórnir sem voru númer fimm, riffillinn að ógleymdum leðurjakkanum eða 500 hluta James Bond bílinn sem á annað ár tók að líma saman... Ef þetta er ekki rétti tíminn til að rifja upp.      

 

        

 

 

                 


mbl.is Ólafur kveður Samherja eftir fjóra áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 42890

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband