Birta og ylur.

Hún mun færa þjóðinni birtu og yl sagði Jón Sólnes þegar öll spjót stóðu á honum að mig minnir árið 1975. Jón var þá formaður Kröflunefndar sem hafði yfirumsjón með framkvæmdum á svæðinu. Ég minnist Jóns með hlýhug. En Jón hitti ég í fyrsta skipti er ég bað hann um víxil í Landsbankanum á Akureyri árið 1973 til kaupa á bifreið. Þá var sá siður að fólk bað bankastjóra gjarnan um helmingi hærri upphæð en það þurfti í von um að fá helminginn. Ég undirbjó mig því samkvæmt því. Ég man ennþá hvernig mér leið að þurfa að fara og ljúga að sjálfum bankastjóranum og einum af mikilmennum bæjarins. Þá leið mér enn undarlegar þegar hann samþykkti upphæðina með þeim varnarorðum að gæta þess vandlega að láta ekki plata mig.

Jón var nefnilega mikilmenni þó lágvaxinn væri og spurði ekki um flokksskírteini eins og plagsiður var á þessum árum. Því kom það mér verulega á óvart þegar fjölmiðlar og andstæðingar hans í pólitík fóru að veitast að honum persónulega vegna tafa við framkvæmdir við Kröfluvirkjun. Þá var honum núið því um nasir að fara ógætilega með almannafé, en kostnaður hafði að hluta farið úr böndum og tafir orðið við framkvæmdirnar. Jón stóð um tíma blóðugur upp fyrir axlir við að bera af sér sakir en ekkert virtist duga - fella átti Jón af stallinum hvað sem það kostaði. En hluti af skýringunni gæti hafa legið í því, að Jón var ekki allra, hann var grófur í orðavali og virkaði hrokafullur á þá sem ekki þekktu hann. Því var hann kannski of auðvelt skotmark fyrir þá sem kunnu á fjölmiðlana.

Varðandi gagnrýnina á Jón Sólnes og hans verk þá var hún í meira lagi ósanngjörn. Því þær tafir sem urðu á framkvæmdum snéru allar að hlutverki Orkustofnunar og erfiðleikum við öflun á gufu fyrir virkjunina - en ekki því sem heyrði beint undir Kröflunefnd sem var heldur á undan áætlun ef eitthvað var með stöðvarbygginguna. Þá var bruðlið á svæðinu nær algerlega á kostnað Orkustofnunar sem fór ekki framhjá þeim sem störfuðu við Kröflu á aðal framkvæmdatímanum. Það var t.d. urmull af bílaleigubílum á svæðinu eins og frægt frægt var, en flestir þeirra tilheyrðu starfsmönnum Orkustofnunar eða undirverktökum þeirra.

Varðandi gagnrýnina á Jón Sólnes þá var maður honum á stundum argur, því manni fannst hann hafa getað varið sig svo miklu betur. Hann tók allt á sig eins og hann nyti þess að láta ungu mennina berja á sér. Því gekkst hann fúslega við vandræðagangi Orkustofnunar og bílabruðlinu þó hann hafi sjálfur látið gamla Pegautinn duga. Þá var ekki háum skrifstofukostnaði til að dreifa, því Jón hafði komið störfum nefndarinnar fyrir á skrifstofu sinni í Landsbankanum. En harðasta- og óbilgjarnasta gagnrýnin á Jón kom ekki frá andstæðingum hans í pólitík, heldur samflokksmönnum. Þeir unnu sér ekki hvíldar fyrr en þeim tókst að rýma sæti hans á Alþingi fyrir yngri manni, með fágaðri framkomu -  sem bætti ásýnd flokksins og hafði unnið sér það helst til frægðar að kunna að setja saman stöku. Dauðasynd Jóns Sólness var að fá tvíborgaðan símreikning - sem "félögum" hans tókst að lokum að grafa upp - hverjir aðrir.                   


mbl.is Vilja stækka Kröfluvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég tek hjartanlega undir með þér. Ég þekkti Jón Sólnes og skemmtilegri og ærlegri mann hef ég ekki fundið. Það var lúalega farið fram gegn honum og ég á erfitt með að líta þá menn réttu auga síðan sem ráku rýtingana í Jón og launuðu honum þannig gott með illu,  eins og sönnum drullusokkum einum sæmir.

Halldór Jónsson, 12.5.2008 kl. 18:52

2 identicon

Svona eru Sjálfstæðismenn. Mér er líka minnis stætt þegar Sveinn Andri Sveinsson vinur minn var seldur í hendur andstæðinganna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann var þá með ákv. hugmyndir um breytingar á strætó, var formaður SVR. Þá voru gerðar á hann mjög harðar árásir út af því máli en aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, m.a. Árni Sigfússon borgarstóri, klöppuðu honum á bakið og hvöttu hann til að hvika hvergi. En í fjölmiðlum voru þeir mjög hissa á Sveini og engin þeirra stóð með honum þegar á hólminn var komið. Blessaður vertu, láttu mig þekkja þetta sjálfstæðis hyski. Svona var/er þetta líka hér í Kópavoginum hjá sama flokki.

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Halldór...það muna því miður ekki margir hvaða meðulum var beitt til að koma Jóni Sólnes frá og stundum-kennarann við Gaggann... og endrum og sinnum ritstjóra Íslendings, málgagns sjálfstæðisflokksins á Akureyri inn á Alþingi. Meðan Jón barðist við að klára einstakt verkefni sem færa myndi þjóðinni birtu... naut Halldór Blöndal brjóstbirtunnar.

Atli Hermannsson., 14.5.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband