Ögmundur veldur vonbrigðum.

Ögmundur hefur mér alltaf fundist heldur þurrkuntulegur persónuleiki. Það álit mitt breyttist ekki við að hlusta á fjögur fréttirnar. Þar var hann í löngu viðtali, en eins og svo oft áður tók hvert svar hjá honum svo langan tíma að ég var löngu búinn að gleyma bæði spurningunni og fyrripartinum er að næstu spurningu kom. Ég náði því þó að afsögnin mun að hans sögn snúast um "prinsip" sem þó mun engin áhrif hafa á stuðning hans við ríkisstjórnina. Þá mun afsögn hans ekki breyta neinu í væntanlegri atkvæðagreiðslu í þinginu um Icesave, ef og þegar til hennar kemur -  afstaða hans hefur legið fyrir síðan áður en hann tók við ráðherraembætti. Svo hvað er Ömmi eiginlega að gera? Hann er að flýja af vettvangi og bregðast trausti. Hann vill ekki að hans persóna verði í sögubókum spyrt við mesta niðurskurð í heilbyrðiskerfinu sem um getur og kynntur verður á morgun. Þó hann sé líklega best til þess fallinn af öllum þingmönnum að gegna þessu embætti, Þá hefur því miður komið á daginn að honum er ekki treystandi.    
mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 42905

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband