Dellumagarí

Þegar þetta er skrifað eru ekki margar umsagnirnar komnar í samráðsgátt vegna nýja sjávarútvegs-frumvarps Svandísar. Það er ekki vegna þess að menn hafi ekki skoðun á frumvarpinu. Heldur vita flestir að nákvæmlega ekkert verður gert með neitt sem þar birtist. 

Það er annars ágætt að Tálknafjörður skuli vera að velta fyrir sér hvað felst í einhverjum byggða- eða innviðastyrk sem á að koma í staðinn fyrir almennan Byggðakvóta. Það er látið í veðri vaka að sú tillaga sé afrakstur nefndastarfsins "Auðlindin okkar" En það er bara þvæla, því hugmyndin var þegar til í höfðinu á Eggert B. Guðmundssyni, formanni nefndarinnar áður en nefndin hóf störf. Þetta er hugmynd sem kemur beint frá LÍÚ og er til þess eins að stórútgerðin geti einnig þurrkað upp byggðakvótann. Eggert sagði oft áður en nefndarstarfið hófst eitthvað á þá leið; viljið þið ekki bara fá einhvern pening svo þið getið hætt þessu viðistússi og farið að gera eitthvað annað. Hvað annað veit enginn -  og allra síst Eggert.

En ég sting uppá að á Tálknafirði verði sett upp verksmiðja sem framleiðir nýja gerð af skóhornum, eða herðatrjám -  það gæti skapað einhverjum dund hluta úr degi í einhvern tíma... Án gríns. Þá eiga þau Eggert og Svandís að skammast sín fyrir allt þetta dellumagarí sem frumvarp er. Það mun ekki sætta neina, ekki einu sinni þá sem voru sáttir fyrir.        


mbl.is Telja ákvæði sjávarútvegsfrumvarpsins óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Des. 2023
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 43006

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband