Var það vilji þjóðar­inn­ar í ný­af­stöðnum þing­kosn­ing­um?“ spyr Heiðrún Lind.

Þessa spurningu spyr Heiðrún Lind hjá SFS í þeim eina tilgangi að rugla umræðna enn frekar en orðið er. 

Það er ekki nema rúmt ár síðan gerð var yfirgripsmikil skoðanakönnun í tengslum við endurskoðun á fiskveiðikerfinu sem kallaðist Auðlindin okkar. Í þeirri könnun kom fram að 72.3% kjósenda vilja gera strandveiðum hærra undir höfði. Gera má ráð fyrir að þetta sé sama fólkið og kaus í nýafstöðnum þingkosningum - svari það spurningu Heiðrúnar.

Þá ætlar að ganga erfiðlega að koma því í gegnum harða skel beitukónga- og kerlinga að Strandveiðikerfinu var komið á árið 2009 sem svara við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá því í október 2007 -  um að kvótakerfið sé kerfi einokunar sem brýtur gegn jafnræðisákvæði 65 gr. stjórnarskrár Íslands. Það má því orða það sem svo að Strandveiðikerfið sé sá "fórnarkostnaður" sem fylgir því að hafa fiskveiðikerfi þar sem nokkrir útvaldir geta fénýtt sameign þjóðarinnar í eigin hagsmunaskyni.

Þá hefur Heiðrún áhyggjur af því að tekjur sjómanna og landverkafólks muni minnka með auknum heimildum til strandveiða. Þarna gefur Heiðrún sér að strandveiðisjómenn séu ekki sjómenn - heldur eitthvað allt annað. Ég vil minna á að megnið af afla strandveiðisjómanna er landað á fiskmarkaði, þar sem einkareknar fiskvinnslur án útgerða sækja hráefni í sínar vinnslur. Þær vinnslur greiða gjarnan ca 30% hærra verð fyrr hráefnið en svo kallað Landsambandsverð sem stórútgerðin gerir upp á við sína sjómenn.

Vissulega er rétt að umtalsvert magn þess fiskjar sem fer í gegnum fiskmarkaðina fer þaðan óunnið úr landi til vinnslu erlendis. En í því sambandi er rétt að benda á að Samherji, Síldarvinnslan og önnur fyrirtæki í þeirri samstæðu eru stærstu útflytjendur á ferskum óunnum fiski frá Íslandi - sem síðan er unninn hjá dótturfyrirtækjum þeirra víðsvegar um Evrópu... gott að þessu sinni.      

 

 

 


mbl.is Ríkisstjórnin skuldar svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2025

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 187
  • Sl. sólarhring: 187
  • Sl. viku: 191
  • Frá upphafi: 43504

Annað

  • Innlit í dag: 174
  • Innlit sl. viku: 178
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 169

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband