17.1.2011 | 00:44
Fiski er hent í kvótakerfi.
Á heimasíðu LÍÚ hefur síðustu daga mátt sjá myndband sem sjónvarpskokkurinn Hugh Fearnley-Wittingstall hefur gert um brottkast fiskjar sem sagt er vegna reglna Evrópusambandsins.
Það væri ekki í frásögu færandi nema vegna þess hvernig LÍÚ brást við þegar Magnús Þór Hafsteinsson og Friðþjófur Helgason ljósmyndari fóru fyrir nokkrum árum í róður með Bjarma BA og tóku af því myndir þegar skipverjar í aðgerð voru að henda fiski í íslenska kvótakerfinu.
Þá brást LÍÚ mjög illa við og sagði að um sviðsetningu væri að ræða í þeim eina tilgangi að sverta kvótakerfið. Því snérist umræðan ekki um þær brotalamir sem innbyggðar eru í kvótakerfið; heldur að um fölsun og sviðsetningu væri að ræða sem ekki væri takandi mark á.
Í þessari mynd stilla hins vegar nokkrir ESB sjómenn sér upp fyrir framan myndavélarnar eftir að hafa fyrst komið fiskinum fyrir í körfum tilbúnum til að henda aftur í hafið. Þetta er sagt vera dæmi um það hversu hrikalegt fiskveiðikerfi ESB er - og ekki minnst á sviðsetningu.
En það þarf ekki neina ofurgreind til að átta sig á þeim tvískinnungi og þeirri hræsni sem einkennir LÍÚ enda kvótakerfi bæði hér og þar. Heldur er þetta enn ein staðfestingin á því hversu léleg samtök LÍÚ er og hvaða aðferðum þau eru tilbúin að beita í herferð sinni gegn ESB inngöngu.
Ekkert nýtt í tillögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 43271
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er rétt hjá þér floyde. Samtök Líú eru léleg samtök og náði niðurlæging þeirra hámarki þegar aðilar innan samtakanna hótuðu að sigla skipunum inn ef ekki yrði lúffað fyrir kröfum þeirra. Hvernig var hægt að sýna þjóðinni "eiganda auðlindarinnar" meiri lítlisvirðingu. Manni varð flökurt að verða vitni að því að fjöregg þjóðarinnar skuli vera bundið í höndum þessa fólks. Þjóðin skuldar þessu fólki ekki neitt hvorki samningaleið né neitt í formi umbunar á neinn hátt eftir það sem á undan er gegnið.
Ólafur Örn Jónsson, 17.1.2011 kl. 15:48
Sæll Ólafur, það er virkilega gaman að sjá þig hér enda hefur þú örugglega frá ýmsu að segja sem tengist löngum skipstjóraferli og kynnum þínum innan úr innsta hring útgerðarauðvaldsins.
En í framhaldi af því sem ég er að vekja máls á, þá vann Magnús Þór Hafsteinsson fiskifræðingur á RÚV áður en hann varð þingmaður 2003. Hann sá meðal annars um þáttinn Auðlindina og varð ofur fljótt óvinsæll hjá Kristjáni Ragnars og Friðriki Jóni með því að segja hlutina umbúðarlaust.
Það kunnu þeir kumpánar ekki að meta og brugðu því á það ráð að reyna að fá hann rekinn frá Útvarpinu með því að kvarta við þáverandi útvarpsstjóra. Og þeir gerðu það ekki bara einu sinni heldur urðu kvörtunarbréfin þrjú. Ég á afrit af þessum bréfum og eru þau LÍÚ til mikillar háðungar.
Þá skrifaði ég á svipuðum tíma pistla um sjávarútvegsmál á vef sem hét Strik.is undir dulnefninu floyde. Ritstjórinn tók ábyrgð á greinunum og var virkilega ánægður með mig og skrif mín. En það höfðu ekki margar greinar birst þegar þeir kumpánar í LÍÚ fóru að gera athugasemdir við skrif mín. Þegar einar 13-14 greinar höfðu verið birtar stóð riststjórinn ekki lengur í þessu þvargi og vildi ekki birta fleiri greinar frá mér....Hvað þeim nákvæmlega fór á milli veit ég ekki - en það verður ekki á þá logið.
Atli Hermannsson., 17.1.2011 kl. 22:47
Sæll Atli.
Í mínum huga breytir það engu í hvaða " kvótakerfi " fiski er hent, það er aldrei réttlætanlegt, gott eða gilt.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.1.2011 kl. 02:26
Sæl Guðrún. Þú meinar að "batnandi mönnum sé best að lifa" og það sé ástæða myndbirtingarinnar á forsíðu LÍÚ. En ég get fullyrt að svo er ekki í þessu tilfelli. Þá er ég bara að benda á tvískinnunginn og hræsnina sem dregur þessi sérhagsmunaöfl áfram.
Því miður Guðrún; þá er mér ekki stætt að því að birta langt bréf sem hann Ólafur Örn skipstjóri sendi mér í gær.
En Ólafur var strax bráungur orðinn þjóðþekktur aflaskipstjóri fyrir daga kvótakerfisins og sameiningu Hraðfrystistöðvarinnar og Granda þegar hann fylgdi í pakkanum. Þá setti hann mörg sölumet á karfa í Þýskalandi og þekkir því bæði kvótakerfið og ekki síst hið blandaða kerfi með sóknarstýringu sem var hér allt til 1990. "hann kemur ekki af fjöllunum"
En það er ekki það sem ég ætlaði að segja. Heldur hvernig mafían hefur hundelt hann og stöðugt brugðið fyrir hann fæti. - ekki bara á meðan hann var hér heima og svældi hann að lokum úr skipstjóraplássi hjá Granda. Heldur er þetta fróðlegur lestur sem nær alla leið héðan til Seaattle og suður til Mauritaniu þar sem Ólafur starfað lengi sem skipstjóri og stóð í útgerð þar til "bestu synir þjóðarinnar" höfðu ófrægt hann hverjum sem heyra vildi og stungið síðan undan honum svo að hann stóð slippur eftir.
Stóri glæpur Ólafs er að hafa aldrei viljað ganga í takt við mafíuna og geta ekki halda kjafti.
Atli Hermannsson., 18.1.2011 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.