200 þúsund tonn, ekki meira.

Þetta smellpassar við 40/60 % regluna sem er í nýja fiskveiðifrumvarpinu hans Steingríms. Það er áætluð skipting heimilda þegar þorskafli fer yfir 202 þúsund tonn. 40% eiga að fara í sérstakan leigupott en 60% til núverandi handhafa. Væri reglan þegar í gildi hefði aðeins tvisvar reynt á hana síðastliðin 20 ár. Og þrátt fyrir afar hagstæð skilyrði í hafinu um þessar mundir og hækkun á stofnvísitölu þorsks, munu ægitök LÍÚ á Hafrannsóknarstofnun og röng nýtingastefna koma í veg fyrir að á skiptinguna muni nokkurn tíma reyna. Það verður að flokka það sem meiriháttar mistök ef farið verður eitthvað frammúr 200 þúsund tonnunum fyrir næsta fsikveiðiár.

Þá var átakanlegt að heyra í Jóhanni Sigurjónssyni í fréttum í dag, er hann þrástaglaðist á að þetta væri árangur af réttri nýtingarstefnu. Hvlíkur árangur... Við höfum á undanförnum árum sett af okkur ómældan afla og gríðarleg útflutningsverðmæti vegna vanveiði á þorski svo skiptir hundruðum þúsunda tonna. En svo er hoppað upp á hauginn vegna einhverra 25 þúsund tonna sem til stendur að auka í haust. Af hverju er forstjóri  Hafró ekki leiddur út í handjárnum?   

Í ár er þorskaflinn 20 þúsund tonnum meiri en veitt var hér við land árið 1912... þegar skútuöldin var að líða undir lok..  


mbl.is Kvótinn færi í 200 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Værum við með svipaða nýtingastefnu og var í reynd fyrir kvótakerfið væri þorskkvótinn yfir 360 þúsund tonn.

Miðað við lífríki, hita og almennt ástand í sjónum ætti að vera óhætt að veiða vel yfir 300 þúsund tonn af þorski, ég tala nú ekki um ef vinsluskipin fóðruðu miðin með hátt í 100 þúsund tonn af fiskifóðri

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.4.2012 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband