Miður góðar fréttir af þorskhausum.

Steingrímur segir „Það eru góðar fréttir af þorskinum. Erum nú að uppskera af því að hafa tekið strangt á málum og hefur nú tekist að byggja þorskstofnin myndarlega upp"

Hvílíkar blekkingar. Við erum enn langt innan við helming af meðalveiði í þorski hér við land á tímabilinu frá 1950 -1972 sem var 438 þúsund tonn. Þá berja þeir í Hafró sér á brjóst og eigna sér "ávinninginn" af réttri nýtingarstefnu sem þeir hafa notað án nokkurs árangurs allar götur frá árinu 1975. En árangurinn fellst í því að eftir að hafa skorið niður aflamarkið á löngu árabili um tugi þúsunda tonna er skitnum 18.400 tonnum loks bætt við.... sérhver er nú árangurinn.

Þá er rétt að benda á að sömu nýtingarstefnu, eða aflareglu, er beitt í ýsunni og og ef eitthvað er að marka Hafró er ýsustofninn að hrynja. Og svo þegar fleiri tegundir eru teknar inn i dæmið sem einnig þarf að skera niður verður tekjuaukningin sáralítil á milli ára. Í prósentu talið (ef einhverjir skilja það betur) er aukningin lægri en vextir á verðtryggðum húsnæðislánum til almennings.  

Þá er alltaf f sömu lúa aðferðinni beitt til að fegra myndina. En í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu kemur fram að ástand helstu nytjastofna sé gott og betra en hjá mörgum öðrum þjóðum. Því spyr ég; hvaða öðrum þjóðum -  við erum aðeins með 2% af heimsaflanum þrátt fyrir að vera með bestu náttúrulegu aðstæður sem þekkjast fyrir bol- og annan botnfisk.  

Hvenær verður Jóhanni Sigurjónssyni forstjóra Hafró vikið úr starfi vegna getuleysis? Í raun þyrfti að henda út öllum þeim sem einhverjum embættum gegna hjá þessari vísindakirkju.   


mbl.is Verðmætaaukningin 10 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2012 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband