9.4.2007 | 00:56
Af málefnum
Ég setti þessar hugrenningar inn á málefni í dag.. sennilega fer ekki verr um þær hér inni.
Það sem ruglar umræðuna (um innflytjendamál) er að flestir kynna sér kannski ekki nema eina hlið hennar og hafa e.tv. ekki forsendur eða tíma til að setja sig inn í fleiri. Svo hangir fólk eins og hundar á roði á þessum eina vinkli og gjammar kannski á mörgum vígstöðum.
Það verður alltaf afstætt hvað kallast góð kjör og góður aðbúnaður starfsfólks. Þá er ég ekki að segja að við getum ekki gert betur, því það á alltaf að gera kröfu um það, hvaðan menn eru síðan ættaðir.
Í því sambandi langar mig að nefna að sá versti aðbúnaður sem ég hef orðið vitni að hjá nokkrum iðnaðarmönnum, var í fyrrasumar hjá íslenskum iðnaðarmönnum. Og það var einn allra ríkasti maður landsins sem verið var að vinna fyrir. En þar sem vinnustaðurinn var í Knightbridge hverfinu fína í London samþykktu menn þar hvað sem var. Þar lét landinn sig hafa það að rífa innan úr húsi og innrétta það upp á nýtt og búa í því á meðan. Þetta stóð í marga mánuði og þótti íslensku iðnaðarmönnunum þetta bara ágætt... flott að vera London, gott veður á kvöldin og ódýr bjór á næsta götuhorni... hvað viljiði hafa það betra..
En fyrr í dag voru í heimsók hjá mér tveir iðnaðarmenn, annar þeirra húsasmíðameistari. Þeim bar saman um að þeir yrðu báðir atvinnulausir innan þriggja ára eða svo. Lokaorð annars þeirra voru á þá leið, að þá yrði ekki not fyrir aðra Íslendinga í byggingariðnaði en þá sem væru með teikningar undir arminum og með hvíta hjálma á höfði... restin útlendingar með 1,000 á tímann.
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg rétt hjá þér
Ólafur Ragnarsson, 9.4.2007 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.