11.4.2007 | 15:42
Sverrir og ESB.
Það kom skýrt fram hjá fulltrúa Íslandshreyfingar í Kastljósinu í gærkveldi að hreyfingin vill að farið verði í aðildarviðræður við ESB á komandi kjörtímabili. Mér var eðlilega hverft við og tuldraði lágum rómi.... hvar er Margrét og hvar er Sverrir blessaður sem aldrei mátti heyra minnst á Evrópusambandið. Hann sem var vanur að úthúða ESB eins og honum einum er lagið. En eftir að Sverrir dró sig í hlé frá amstrinu hjá Frjálslyndum endurómaði Margrét bergmálið frá þeim gamla fram undir það síðasta. Mér fannst þessi þráhyggja þeirra allaf standa í vegi fyrir því að eðlileg umræða um ESB færi fram innan flokksins. Það var einskonar tabú að manni fannst. Því vonaði ég að með brotthvarfi þeirra og inngöngu Jóns Magg og félaga að það myndi slakna á andstöðunni. En þá bregður svo við í umræðum um ESB í áðurnefndum kastljósþætti, að Magnús Þór lokar öllum hurðum og skellir svo gott sem í lás líka - á meðan fulltrúi Margrétar og Sverris í settinu segist stefna að inngöngu. Sverrir! Ef þú ert þarna... segðu okkur sem minna vitum hvað það eru margar gráður í hálfum hring.
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Atli.
Já þetta var nokkuð sérstakt að heyra hina nýju hreyfingu vilja Esb.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.4.2007 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.