13.4.2007 | 09:16
Hringkvóti.
Það stóð á forsíðu Fréttablaðsins í gær að Vestfirðingar hafi bætt við sig kvóta frá árinu 2001 eftir að hafa selt hann frá sér árin þar á undan. En á fréttinni var ómögulegt að átta sig á því hvort þetta eru aðkeyptar heimildir, eða tilkomið vegna þess að það er búið að setja í kvóta tegundir sem ekki voru þar fyrir nokkrum árum. Nægir að nefna ýsu og steinbít.
Hafi heimildirnar verið keyptar hefur það örugglega verið gert fyrir lánsfé og aukið með því skuldir útgerða á Vestfjörðum - sem tæplega var á bætandi. Þeir sem seldu Vestfirðingum þessar heimildir hafa væntanlega hagnast á viðskiptunum og farið með hagnaðinn úr greininni - eins og siður er. En þar sem vita-vonlaust er að gera út á þetta kvótaverð spyr ég; af hverju selja Vestfirðingar ekki heimildirnar aftur? Það hlýtur að fara að styttast í það. Því sennilega hafa þeir keypt kílóið á í kringum 2 þúsund krónur en er nú komið í 3 þúsund.
Með því vinnst margt. Þeir innleysa gríðarlegan hagnað og geta farið með hann úr greininni - eins og siður er. Þá getur td. stöndug stórútgerð með því aukið skuldir sínar og komið i veg fyrir hagnað, greiða skatta og haldið áfram að afskrifa kvótakaup hjá sér um 6%... eins og siður er. Svo þegar það er búið þá hafa varanlegar heimildir væntanlega hækkað enn meira og því mjög líklegt að fleiri vilji selja - innleysa hagnað eins og siður er. Svona getur hring(orma)vitleysa haldið áfram að óbreyttu um ókomin ár.
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.