Landsfundir kvótaflokka.

Um þessar mundir standa yfir landsfundir Samfó og Sjalla.  Af því tilefni kemur hér hluti úr grein sem ég skrifaði fyrir réttum fjórum árum, en er sem ný.

"En því miður eru þeir alþingismenn teljandi á fingrum annarrar handar sem eru vel að sér um fiskveiðistjórnarmálin. Nokkrir vita nær ekkert og svo eru aðrir hreinir og klárir bjánar sem hvorki hafa vilja né getu til að kynna sér málin. Þannig er það og þannig vilja þeir hafa það sem hafa töglin og halgdirnar á bak við tjöldin (hinir ósnertanlegu). Þetta eru flestir af fórkólfum stærstu útgerða landsins sem hafa töglin og hagldirnar í LÍÚ, en sá kolkrabbi teygir áhrif sín um allt stjórnkerfið í gegnum Hafró, ráðuneytið og inn á Alþingi.

En hvernig má það gerast? Þegar félagstarf stjórnmálaflokka er skoðað á landsbyggðinni kemur í ljós að frammámenn flestra stjórnmálaflokka eru kvótaeigendurnir sjálfir í viðkomandi plássi eða þeirra nánustu. Aðeins örlar á mönnum frá stærstu þjónustufyrirtækjunum sem eiga allt sitt undir því að þóknast þeim. Landsfundir eru síðan á um tveggja ára fresti og því nokkuð ljóst hverjir fá að sýna sig og sjá aðra þar. Þar hitta þeir félaga sína og fulltrúa hluthafa sem gjarnan eru forkólfar sjóða - olíu- og tryggingafélaga sem síðan marsera í takt og taka upp alla stólana í sjávarútvegsnefndinni. Álpist þangað einhver "sérvitringurinn" er honum góðlega klappað á öxl, boðinn drykkur og spurður hvort allt sé nú ekki í góðu lagi. Svo eru það hinir sem enga þekkingu hafa á málunum og gangast upp við að fá að standa við hliðina á "stórmennunum" - þó ekki sé nema þegar þeir míga.

Síðan fara allar samþykktir til sjávarútvegsnefndar Alþingis sem gerir út um málin með lögformlegum hætti. En vegna þeirra sem kunna að malda í móinn og þurfa að geta horft kinnroðalaust framan í sveitunga sína, eru samþykktar sértækar aðgerðir til að lina sárustu verki smælingjanna."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Eitt hundrað prósent sammála Atli.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.4.2007 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband