15.4.2007 | 10:25
Ályktun um "neysluvöru"
Það verður vandræðalegra með hverju árinu að heyra stöðugt endurtekna ályktun Sjálfstæðismanna um að heimila sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum. Þá telur flokkurinn mikilvægt að færa áfengiskaupa aldurinn í 18 ár. Á maður að trúa því að hugur fylgi hér máli, eða er þetta aðeins gert til að lokka kjósendur í yngsta aldurshópnum. Ég hallast að því síðarnefnda, enda glórulaust að auðvelda unglingum aðgengi að vímuefnum frekar en orðið er. Ég segi vímuefni en ekki „neysluvöru“ vegna þess að lifrin skilgreinir áfengi sem eitur. Lifrin greinir áfengi ekki sem fæðu og getur því ekki brotið það niður. Því hef ég megnustu skömm á þeim lævísa áróðri sem fellst í því að skauta frammhjá sannleikanum og fegra hann með gjálfri um að áfengi sé eins og hver önnur „neysluvara“ bull shit.
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Atli.
Mikið er ég innilega sammála þér.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.4.2007 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.