Boðorð eitt og tvö.

Það var eins og mig grunaði, stríðsfyrirsögn Fréttablaðsins í síðustu viku um að Vestfirðingar hafi nær tvöfaldað kvóta sinn frá árinu 2001 til 2006 var blekking. Þetta er enn ein sönnun þess að fréttamenn standa sig ekki þegar sjávarútvegurinn á í hlut. Þá láta þeir sig nægja að lesa fréttatilkynningar af heimasíðum stórútgerða og áróðurinn frá LÍÚ. Þegar tölur Fréttablaðsins höfðu verið borinar saman við gögn frá Fiskistofu kom í ljós að blekkingin fólst í því, að tegundir eins og ýsa, ufsi og steinbítur sem áður voru veiddar af minni bátum í dagakerfi eru nú komnar í kvótakerfi. En mér kemur þessi framsetning sem ættuð er frá LÍÚ ekki á óvart. Það rétta í stöðunni er að landaður afli á Vestfjörðum hefur dregist saman á umræddu tímabili um 30%.

En málið er ekki alveg einfalt. Því með kvótasetningunni hljóp heldur betur á snærið hjá Vestfirðingum, þ.e.a.s. þeim útgerðarmönnum sem áður voru í dagakerfinu... Því áður höfðu þeir rétt til veiða, en nú hafa þerir öðlast rétt til að selja óveidda auðlindina og „hagræða" í greininni eins og það er kallað.

En að "hagræða" er að manni skilst boðorð númer eitt hjá sjávarútvegsráðherra. Því má búast við því að minni bátum fari fækkandi á Vestfjörðum eftir aukningu á síðustu árum... og boðorð númer tvö "stöðugleikinn"... í formi  stöðugrar fólksfækkunar geti þá halda áfram þar vestra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband