22.4.2007 | 16:22
Með sápu í augunum
Ég er stundum að velta því fyrir mér hvað fær allt að 40% þjóðarinnar til að kjósa einn og sama stjórnmálaflokkinn. Eru það málefnin, ótvíræður árangur flokksins eða einhver veila í þjóðarsálinni sem veldur þessu. Málefnin virðist ekki skipta margt af þessu fólki máli, eða hvort flokkurinn hafi með lagaboði gengið á réttindi þess eða þjóðfélagshóp sem það tilheyrir - það munu alltaf kjósa Flokkinn.
Ég þekki gömul hjón sem bæði eru fædd og uppalin í sárri fátækt. Konan vissi t.d. ekki að rafmagn væri til fyrr en hún var send til frændfólks í skóla hinum megin við fjallgarðinn. Þá veit ég að karlinn man fyrst eftir sér hangandi í pilsfaldi móður sinnar sem þeyttist í kaupamennsku um landið með drenginn í eftirdragi þar til dró að fermingu. Því verður honum alltaf orða vant þegar hann er spurður hvaðan af landinu hann sé. Af þessu ætti öllum að vera ljóst að silfur-borðbúnaður var ekki að þvælast fyrir þeim uppvaxtarárin. Að þeim loknum kynnast þau, hefja búskap og skila að lokum mörgum mætum dætrunum út í þjóðfélagið. Þau lifðu alla tíð mjög spart. Þó heyrði ég að það hafi nokkrum sinnum sést til þeirra uppábúin í kvikmyndahúsi á árunum á milli 1962 og 1965.
Í dag dvelja þau í sinni blokkaríbúð og gleyma sér yfir Sápum í Sjónvarpinu á milli þess sem þau horfa og hlusta á fréttirnar. Þá meina ég alla fréttatíma, enda pólitísk - raunar ramm-pólitísk. Og þar sem ég er það einnig er umræðuefnið nokkuð fyrirsjáanlegt þegar við hittumst. Nægir að nefna sjávarútvegsmál, misrétti kynjanna, biðlista í heilbrygðiskerfinu og bág kjör aldraðra og öryrkja - sem er hópur sem þau bæði tilheyra. En ef Sjálfstæðisflokknum er hallmælt, eða hugsanlega talinn eiga þátt í bágum kjörum þeirra er eins og komið sé við kviku. Og þó ekkert aumt þau megi sjá réttlæta þau innrásina í Írak auðveldlega fyrir sér. Ástæðan er sú; að þau mega ekki fyrir nokkurn mun heyra neitt sem flokka má sem gagnrýni á Flokkinn. Það skilja fáir ef nokkur afstöðu þeirra sem til þeirra þekkja. Það er eins og einhver afneitun sé í gangi - að þau vilji ekki horfast í augu við uppruna sinn, léleg kjör eða erfiða þjóðfélagsstöðu.... heldur kjósa frekar að samsama sig persónunum úr Sápunum.... Það er mín skoðun að það sé ótrúlega stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokkinn með sápu í augunum.
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já kannski er það sápa sem að deyfir sín þeirra sem að sjálfstæðisflokkinn kjósa. Mér finnst þetta fólk (taktu eftir) oft minna mig á fólk í sértrúarsöfnuði, maður hittir, að manni finnst upplýst fólk sem vill ekki vita af þeim með litlu launin, kvótanum, innflytjendum né utanríkisþjónustunni. Ég held þau hafi ekki leyfi til að tala um þessa hluti. Því sumt er best að láta ssem maður viti ekki því þá lítur allt svo ljómandi vel út.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.4.2007 kl. 23:23
Sæll Atli.
Góður pistill.
Allir vilja breytingar en enginn nennir að gera neitt í því .
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.4.2007 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.