Kosningakvótinn 2003

Það er fróðlegt að bera saman viðbrögð forkólfa Sjálfstæðisflokksins við lélegri útkomu úr nýjafstöðnu togararalli og viðbrögðum þeirra fyrir fjórum árum. En þá var þorskkvótinn 179 þúsund tonn. Samkvæmt togararallinu sem þá var nýlokið hækkaði stofnvísitala þorsks um 9%  En hún hafði þá ekki hækkað í mörg ár þar á undan. Samkvæmt 25% aflareglu Hafró var því að vænta 15 þúsund tonna hækkunar í þorski sem Hafró myndi samkvæmt venju tilkynna um í júní.

En þar sem Frjálslyndir höfðu gert kvótakerfið að kosningamáli - voru góð ráð dýr hjá stjórnarflokkunum. Fyrst var Halldór Ásgríms dubbaður upp þann 15. apríl í 10 fréttir Sjónvarps. Sveittur á enni og bólginn á fótum sagði Halldór: "Nú er kominn tími uppskeru, árangur verndunar og uppbyggingar er að skila sér". Þetta hefur líklegsa þótt heldur klisjukennt hjá Halldóri og því var forsætisráðherra,  herra Davíð sminkaður í ofboði fyrir fréttatíma Sjónvarps. Davíð hefur sennilega ekki þótt 15 þúsund tonn nægjanlega mikið til að lokka kjósendur frá Frjálslyndum og gaf því út að þorskkvótinn yrði aukinn um 30 þúsund tonn frá og með 1. September.

Fréttamenn höfðu að sjálfsögðu ekki fyrir því að spyrja Árna Matt álits á þessu óvænta útspili, heldur brunuðu beint i Hvala Jóa. Hann varð vandræðalegur eins og venjulega, en segir yfirlýsingu Davíðs ekki óraunhæfa. Þar með var búið að gefa út 30 þúsund tonna „kosningakvóta" og fullvissa kjósendur um að kvótakerfið væri "besta" fiskveiðikerfi í heimi.

Síðan eru liðin fjögur ár og stofnvísitala þorsks hefur lækkað með hverju árinu, 15% í fyrra og 17% núna. Því hlýtur Geir Haarde að tilkynna það einhvern næstu daga hvað þorskkvótinn verður skorinn mikið niður 1. september. Hafi verið ástæða til að tilkynna ákvörðunina fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum -  er enn brýnni ástæða til þess núna.                    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband