Loksins gefur Mogginn sig.

Þar kom að því að Mogginn gæfi sig. En í dag var grein eftir Hjört Gísla, blaðamann á Mogganum sem bar yfirskriftina " Minna af fiski á togveiðisvæðum."

Ég hef frá árinu 2002 skrifað pistla um skaðsemi dregina veiðarfæra (botntrolla) á lífríkið og líklegan þátt þeirra í lélegri afkomu okkar helstu nytjastofna. En ég hef ekki fyrr orðið þess var að Mogginn hefði  nokkrar áhyggur af því -  enda helsta málgagn LÍÚ -  sem „dregið er áfram" af togurum. En það ber að fagna þessum sinnaskiptum.

Hjörtur segir að vísindamenn sem hafa rannsakað upptökur af leirbotni undan sunnanverðri strönd Oregon hafa séð að á þeim stöðum, þar sem merki sjást um togveiðar, er bæði minna af fiski og fiskitegundir færri en á óröskuðum svæðum. Aðrar rannsóknir á heimsvísu sýna fram á skemmdir á lífríki botnsins af völdum botntrolls

Endurskoðun á myndböndum frá árinu 1990, sem tekin voru úr mönnuðu köfunartæki á svæði sem þekkt er undir nafninu Coquille Bank (skeljabanki), sýndi að á þeim stöðum þar sem merki voru eftir togveiðar voru 20% færri fiskar, 30% færri fiskitegundir og sex sinnum minna af hryggleysingjum eins og kröbbum.

Svæði sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna veiða virðast hýsa meira af hræætum eins og krossfiski og kröbbum, sem gætu hafa verið að sækja í botndýr, sem hafa misst skjól sitt vegna veiðanna

Þessar tilvitnanir þurfa í sjálfu sér ekki að koma neinum á óvart. Því ef jarðýta stytti sér leið yfir lóðina hjá þér... þarf ekki að rannsaka hvort hún hafi farið þar yfir... heldur aðeins hversu miklar skemmdirnar eru.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband