28.4.2007 | 23:06
Gummi frændi og kvótinn.
Guðný frænka kom í heimsókn í dag, en hún kom fyrir nokkrum dögum að vestan eftir stutta dvöl í húsi sem hún á þar og stendur autt lungan úr árinu. Hún byrjaði að spyrja mig hvort ég hafi ekki rekist á hann Gumma frænda. Nei ég hef ekki séð hann lengi...er hann ekki fyrir vestan að róa á litla bátnum spyr ég á móti. Nei hann hefur ekkert gert frá því í haust... hann ætlaði að fara á línu í mars en hefur ekki lagt einn einasta bala ennþá. Hann fór á Vog um daginn og kannski er hann núna á Hlaðgerðarkoti, mér skilst að hann eigi að fara þangað á eftir Vogi. Hvað segirðu sagði ég furðu lostinn, ég vissi að hann sullaði smá... en var þetta virkilega orðið svona slæmt. Já sagði Guðný, það er búið að vera alveg ferlegt vesen á honum í vetur... það fór að versna síðastliðið haust eftir að kvótaverðið fór að hækka svona mikið. Nú.. er virkilega fylgni á milli verðs á þorskkvóta og alkohólisma spurði ég í hæðnistón. Jaaa.. ég veit það nú ekki, en þeir sögðu mér það bræður hans að hann væri alveg miður sín og hefði varla komið dúr á auga í vetur - nema þá í ölvunarsvefni. Þú manst það nú að hann seldi stóra bátinn fyrir tveim árum og megnið af kvótanum. Jú jú mikil ósöp Guðný, ég man það...var það ekki um sama leyti og hann keypti húsið á Spáni sagði ég án þess að depla auga. Jú einmitt... en ef hann hefði hundskast til að hanga á gamla bátnum aðeins lengur, þá væri hann að fá tæpar 200 milljónir meira núna - og kenndi Guðný greinilega í brjóst um Gumma frænda sinn.
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Atli.
Frábær saga he he.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 29.4.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.