Það sem ekki var spurt um

Stjórnendur Kastjóss höfðu ekki fyrir því að spyrja Geir Haarde einnar einustu spurningar um Kvótakerfið. Eina spurning þess efnis kom frá Eiriki Stefánssyni og varðaði framsalskerfið. Eiríkur vitnaði í framsalslögin frá 1990 og spurði mjög skilmerkilega og skorinort; „Er til lagaheimild frá alþingi um að útgerðarmenn megi selja óveiddan fiskinn í sjónum"

Svarið var heldur vesældarlegt. En í lauslegri þýðingu þá sagði forsætisráðherra þjóðarinnar þetta; Það er komin löng hefð fyrir kerfinu með þessum hætti... og stenst alveg lagalega að mínu mati... þar að auki hefur það skapað grunnvöll undir útgerðina sem er sterkari en nokkru sinni fyrr......Nú er svo komið að flestir hafa keypt sinn kvóta og því ekki sanngjarnt að svifta þá honum...Svo mörg voru þau orð.

En lögin um framsal aflaheimilda eru þannig til komin.  Að þau áttu að gera útgerðum sem áttu fleiri en eitt skip mögulegt að flytja heimildirnar, eða einstakar tegundir á milli skipa. Til dæmis ef eitt skip útgerðarinnar væri lengi frá veiðum vegna bilunar eða endurbyggingar, að þá væri sanngjarnt og eðlilegt að geta tímabundið flutt heimildirnar til innan sömu útgerðar.

En svo vitum við hvernig fíknin í meiri hagræðingu fór vaxandi. Þannig að það sem eitt sinn átti að vera til hægðarauka er orðið að óskapnaði sem metið er í efnahagsreikningum upp á 900 milljarða, þó útflutningsverðmætið sé aðeins rúmir 100 milljarðar.        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Atli.

Nennti ekki að horfa á Geir en fróðlegt að vita hver svör þessi eru eigi að síður.

" stenst alveg lagalega " halelúja segir maður bara.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.5.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband