Nokkuð til að hafa áhyggjur af?

Ég hafði veitt því athygli að bíll merktur íslensku parkett-fyrirtæki var lagt við íbúð hinum megin við götuna þar sem ég bý. Í nokkra daga hafði ég séð tvo iðnaðarmenn bregða fyrir sem greinilega voru að vinna þar. En eftir hádegið í dag 1. mai, sá ég að iðnaðarmennir voru á staðnum. Og þar sem hurðin var opin og vélahljóðið barst út vatt ég mér innfyrir til að skoða herlegheitin. Ég spurði þá félaga hvaða viðartegund þetta væri. Það stóð ekki á svari; dzien dobry, jak sie masz.

Þetta voru sem sagt Pólverjar að vinna sé inn aura á frídegi verkalýðsins. Það fékk mig til að spyrja þá á hvaða tímakaupi þeir væru. Þeir voru ekki fánlegir til að segja mér það - heldur glottu við spurningunni. Af því dró ég þá ályktun að þeim væri bannað að ræða kaup sín og kjör.

Af öðru verki heyrði ég fyrir viku síðan, en þá var ég staddur í húsi þar sem baðhrbergið hafði verið endurnýjað. Baðið var meðalstórt og hafði verið flísalagt í hólf og gólf. Ég sá á augabragði að um 200 þúsund krónur  kostar að flísaleggja bað sem þetta. En húsmóðirin sagði mér að hún hafi í gegnum íslenskt verktakafyrirtæki fengið erlendan mann í aukavinnu til verksins. Sá hefði tekið 30 þúsund krónur fyrir ómakið... Er þetta nokkuð til að hafa áhyggjur af?    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er eins og með vændið þegar við höfum kaupendur þá gengur þetta.

Ég þekki líka fólk sem að hefur fengið erlenda verkamenn og þeir hafa komið og unnið, sem því miður er ekki alltaf með íslenska iðnaðarmenn. Þeir lofa og lofa og koma stundum ekki, þrátt fyrir loforðin.

Kannski er þetta eins og Jón Sigurðsson segir, þeir eru að hjálpa honum að laga þjóðarbúið og komin tími til!

Vá! hvað við erum siðblind, það hálfa væri meira en nóg.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.5.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 44302

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband