4.5.2007 | 23:20
Íslenska krónan.
Sumum er tíðrætt um íslensku krónuna og í dag bloggar Jón Magnússon um hana. Þá sagði góður vinur minn sem er hagfræðingur við mig fyrir fjórum árum; að ef við tækjum ekki upp evru fljótlega þá myndi atvinnulífið gera það fyrir okkur. Þá yrðu tveir gjaldmiðlar í landinu.
En það er einmitt það sem er að gerast núna. Þannig að innan fárra ára verður það bara sauðsvörtum almúganum sem enn verður snýtt með þessum snepli. Allir sem geta bjargað sér verða þá búnir að því.
Þá kemur hér hluti úr viðtali við Guðmundur Ólafsson, hagfræðing og lektor á Bifröst og við Háskóla Íslands er hann var í Silfri Egils ekki fyrir svo löngu síðan.
Guðmundur Ólafsson: Já við erum nú svona yfirleitt með fjóra mælikvarða á gjaldmiðil. Hann þarf að auðvelda viðskipti en hann þarf líka að geta varðveitt verðmæti, menn verða að geta lagt til elliáranna, menn þurfa að geta mælt hluti, þ.e.a.s. verið eining í bókhaldi og gjaldmiðillinn þarf að geta verið forsenda fyrir loforðum í framtíð, þ.e.a.s. lán.
Og við getum, við sjáum t.d. að allir þessir þrír síðustu, þessi þrjú síðustu hlutverk, þau eru bara í vindinum með krónuna. Það er ekki hægt að lána nema vera með meiriháttar reikniverk í kringum verðtryggingu til þess að það sé hægt að stunda lánastarfsemi og svo framvegis. Það er ekki heldur hægt að vera með bókhald hér öðruvísi en að vera með verðbólgufærslur út og suður í bókhaldinu sem eru feykilega flóknar. Og það er ekki heldur hægt að stunda lánaviðskipti nema það sé verðtrygging. Það er bara svona. Nú þetta er, að það skuli þurfa verðtryggingarhækju til að bjarga gjaldmiðlinum er eitt besta dæmið um það að við búum við óeðlilegt ástand. Það er bara þannig
(ég á allt viðtalið ef fleiri vilja eiga það)
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.