Bréf til Didda á Bakka.

Kristinn Pétursson á Bakkafirði er fyrir löngu landsþekktur fyrir áratuga skrif um sjávarútvegsmál. Hann bölsótast eðlilega yfir rangri fiskveiðistjórn sem gæti skilað miklu meiru. Hann hefur svo sannarlega margt við kvótakerfið að athuga og beinir jafnan spjótum sínum að Hafró. Í nýjum pistli á blogginu lætur Kristinn móðan mása. En í svari hjá honum lætur hann að því liggja, að enginn flokkur hafi það á stefnuskrá sinni að gera einhverjar breytingar á fiskveiðikerfinu. Því hripaði ég niður nokkrar línur til hans þar sem mér finnst Kristinn einblína um of á Hafró, þegar allar ákvarðanir sem raunverulega skipta máli og varða alla hans gagnrýni á kerfið eru pólitískar og teknar af hans eigin flokksmönnum.   

Svarið til Kristins sem ég skrifaði á bloggið hans:

 Kristinn, þú segir við Hauk; "Ég er ekki að reyna að selja þér neitt.  Hvernig á að taka pólitíska ákvörðun  um að breyta þessu - ef enginn stjórnmálaflokkur er með það á stefnuskrá? "

Þú setur vissulega spurningamerki á eftir þessu svari þínu til Hauks. En þó það hafi farið framhjá þér, þá hefur það ekki farið framhjá þjóðinni að Frjálslyndir vilja breyta fiskveiðikerfinu all verulega. Þá kæmi mér ekki á óvart að þeir myndu stinga út úr Hafró-greninu ef þeir fengju til þess völd. En ég á verulega erfitt með að skilja það, að þú sem ert búinn að „gegnumlýsa" allar skýrslur Hafró í áratugi aftur í tímann, skulir ekki sjá það að Hafró hefur sama og engin bein völd til eins né neins. Hafró er í orði vísindastofnun - en samt þó líkari trúarsöfnuði eins og þú kannast við. Þá telja þeir fiskana í sjónum og dæma um ágæti eigin gagna og skýrslna. Að lokum ráðleggur Hafró svo um heildarafla.

Annað sem snýr að fiskveiðikerfinu, svo sem hvaða fiskveiðikerfi skuli notað og hversu mikið skuli veiða er PÓLITÍSK ákvörðun. Reglugerðir varðandi tegundir og gerðir veiðarfæra er PÓLITÍSK ákvörðun. Lög og reglugerðir hvað varðar stærð og samsetningu flotans er líka PÓLITÍK. Að stórir togarar megi fiska á ákveðnum svæðum í allt að 4 mílna fjarlægð frá landi er pólitísk ákvörðun sjávarútvegsráðherra. Líka að minni togarar undir 29 metrum megi fara inn að 3 mílum. Þá er Hafró ríkisstofnun, með fulltrúa ríkis og hagsmunaaðila í stjórn - ekki vísindamenn. Þannig að ég átta mig ekki á því Kristinn, hvað fær þig eiginlega til að halda að fiskveiðistjórnunin snúist um VÍSINDI.

Ef Hafró væri „hreinræktuð vísindastofnun" væru þeir fyrir löngu búnir að samþykkja allt sem þú segir. Vegna þess að flest sem þú segir og skrifar um er svo ferlega logíst. Það þarf ekki vísindamenn til að skilja flest af því - en samt vilja flokksmenn þínir ekki hlusta á þig. Því finnst manni hálf sorglegt að þú skulir ekki vera fyrir löngu búinn að segja skilið við flokksfélaga þína, sem gera allt til viðhalda heimskunni og óréttlætinu sem þú ert stöðugt að gagnrýna... nema Kristinn, að þú sért í Sjálfstæðisflokknum af trúarástæðum... það gæti svo sem verið skýringin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband