11.5.2007 | 17:14
Undrið á Flateyri?
Í blaðagreinum hefur Íllugi Gunnarsson sagt okkur hversu "árangursríkt" kvótakerfið er og hefur t.d bent á "undrið" á Flateyri hjá Einari Oddi. Jakob Kristinsson, fyrrverandi útgerðarmaður á Bíldudal útskýrir hvernig kaupin gerast í raun á Flat-eyrinni.
Tekið af blogginu hans Níelsar Ársælss, jávarútvegsráðherra laug að þjóðinni.
"Undri mikla á Flateyri er þannig að þegar verið er að landa úr skipum á vegum Kambs hf. tekur lyftarinn þrjú kör af fiski í hverri ferð og í tveimur ferðum er farið á hafnarvog, en sú þriðja fer beint í hús án þess að vera viktuð. Ef lyftaramaðurinn ruglast og setu óvart á vigtina sem ekki á að fara þangað. Gefur sá sem er að vikta honum merki um að taka þetta aftur af viktinni en sá aðili mun merkja vandlega við hverja ferð svo formúlunni sé fylgt rétt eftir. Svipað mun vera gert á Suðureyri. En á Patreksfirði er öðruvísi staðið að hlutunum. Áður en lyftarinn sem notaður er við löndun er taraður á hafnarvoginni er sett undir hann sér smíðað járnstykki sem er 500 kg að þyngd og svo er það tekið af þegar löndun hefst og í hverri ferð með þrjú 660 ltr. kör af fiski sem í raun eru hátt í 1500 kíló skráist bara 1000 kg. Fræg er sagan af því þegar bíll frá Fiskistofu með 2 mönnum stóð yst við höfnina á Patreksfirði til að vakta dagabáta meðan það kerfi var til og skrá þegar hver trilla kom í höfn til að tékka á að dagabátarnir færu ekki mínútu fram yfir löglegan tíma og á meðan var verið að landa fiski úr Núp BA og honum ekið beint frá skipshlið í hráefnisgeymslu Odda hf. á þess að fara á hafnarvog. Þau fyrirtæki á Vestfjörðum sem oft er hælt fyrir hvað þau gangi vel og hafi aðlagast vel kvótakerfinu. hafa í flestum tilfellum bætt afkomu sína með kvótasvindli.Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þvílíkt svínarí! Svona virkar kvótakerfið í hnotskurn. Verst þó hræsnin og samviskuleysið hjá þeim tengdafeðgum Einari og Illuga. +
Ég skora á fréttastofu Stöðvar 2 að taka þetta til umfjöllunar. Tómt mál að tala um RÚV og Moggan. Þær hagsmunagæslustofnanir eru ekki fréttastofur í neinum skilningi þess orðs.
Jóhann H., 11.5.2007 kl. 17:28
Sæll Atli.
Oft var þörf en nú er nauðsyn að draga menn til ábyrgðar um þá endemis vitleysu sem viðgengist hefur allt of lengi hér á landi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.5.2007 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.