Ónýtt fiskveiðikerfi.

Það er engin furða þó flestir kjósendur séu löngu hættir að fylgjast með umræðum um sjávarútvegsmál.

Bara fréttir síðustu vikna eru svo misvísandi að aðeins örfáir skilja. Það bárust fréttir frá Hafró þess efnis að þorskstofninn við landið sé 17% minni núna en í fyrra - sem þá var 15% minni en árið þar á undan. En hvar er eiginlega verið að mæla? Það er verið að mæla fiskgengd á togslóð á djúpmiðum - djúpt út af Suður-Vestur- og Norðurlandi. Þetta er hið svo kallað togararall sem er hryggjarstykkið í stofnmati Hafró  og fór síðast fram  í mars síðastliðinn. Togararallið er gott svo langt sem það nær, en á sama tíma er víða landburður af þorski  af minni bátum á grunnslóð sem gefur allt aðra mynd af ástandinu. 

En hvernig má þetta vera? Það er vegna þess að þorskstofnarnir eru margir hér við land - en ekki bara einn eins og kvótakerfið gerir ráð fyrir. Á þetta hefur verið bent í mörg ár. Því til staðfestingar sótti Jón Kristjánsson, fiskifræðingur (ráðgjafi Færeyinga) um leyfi til Sjávarútvegsráðuneytisins 1998 til rannsókna á þorski við Vestfirði. Hann ætlaði að rannsaka hvort um staðbundna þorskstofna á grunnslóð geti verið að ræða við Vestfirði. Athuga hvort finna megi mismun í þáttum eins og aldursdreifingu, vaxtarmynstri, holdafari og hámarksstærð eftir svæðum. Tekin yrðu sýni til DNA-greiningar. Þá fór Jón fram á að afli stæði undir kostnaði líkt og við togara- og netarall Hafró - að fá að sitja við sama borð. Ráðuneytið fól Hafró að meta umsóknina, en þar á bæ var henni (að sjálfsögðu) fundið allt til foráttu.  Hafró taldi hana  ómarkvissa, aflaði engra nýrra upplýsinga, vandséð væri að hún stæðist vísindalegar kröfur og ekki nauðsynleg með tilliti til ráðgjafar um veiðistjórnun.  Og til að bíta höfuðið af skömminni, þá gat ráðuneytið ekki, eftir fjögurra ára yfirlegu, fundið lagastoð sem heimilaði Jóni að halda eftir fiskinum sem félli til og standa átti undir kostnaðinum við verkefnið.

En af hverju er þetta svona rotið? Svar: Vegna þess að þá þyrfti að ráðleggja aukningu á kvóta á forsendum staðbundinna fiskstofna sem víða er að finna í kringum landið. Þá aukningu yrði því að deila út á bátaflotann sem nýtt hefur grunnslóðina - án þess að stórútgerðirnar fengju megnið af honum samkvæmt núverandi kerfi. Það væru allavega einkennileg vísindi að auka sókn á þekktum togslóðum á forsendum vaxandi fiskgengdar á grunnmiðum . Því vill ráðherra og Hafró ekkert af þessu vita, því skjólstæðingar þeirra, stórútgerðirnar, gætu þá ekki haldið áfram að blóðmjólka leiguliðana eins og hún gerir í dag.

Ágætu kjósendur, ef þið notið ekki komandi tækifæri til að vængstýfa sérhagsmunaöflin, koma ríkisstjórninni frá völdum, hreinsa út úr sjávarútvegsráðuneytinu og Hafró greninu í leiðinni, þá eruð þið ekki bara að bregðast ykkar nánustu; - heldur einnig komandi kynslóðum um langa framtíð.

 

Þessa grein sendi ég tveim dagblöðum "til öryggis" en var ekki birt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð grein Atli.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.5.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 43272

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband