Öryggið

Það er oft talað um "öryggi" í sömu andrá og fiskveiðikerfið. Einari Kristni, frá Bolungavík er það nokkuð tamt.  En þá  er hann ekki að tala um atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna eins og sumir kynnu að halda, heldur afhendingaröryggi vörunnar til kúnnans sem er að sögn hagsmunaaðila mikilvægara en nokkuð annað. Þetta er frasi sem er mikið notaður af fulltrúm LÍÚ til að fullvissa almenning um að það megi ekki raska rekstraröryggi þeirra með breytingum á kvótabraskkerfinu. Því í samkeppni við aðra matvöru er það "stöðuleiki" þess sem sé það mikilvægasta.

En hvort fólkið í sjávarbyggðunum hafi eitthvað öryggi er afgans- eða bara úrgangs eitthvað. Strax eftir kosningarnar 2003 var nær öllu vinnufæru fólki á Raufarhöfn sagt upp vegna "hagræðingar" í greininni. Í sömu viku fjórum árum seinna er það Kambur á Flateyri... skildi Einar Oddur hafa vitað af þessu?   

"Eins og sagt var hjá á mannlif.is í gær er í burðarliðnum að Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður frá Rifi, kaupi upp kvóta Flateyringa sem hefur verið í vörslu Kambs hf. Aðaleigandi Kambs er Hinrik Kristjánsson sem mun hagnast gríðarlega á fjöreggi Flateyringa þegar salan gengur eftir. Hann mun við söluna bætast í hóp sægreifa landsins en á Flateyri mun atvinnuleysi hefja innreið sína. Yfirvofandi sala hefur farið lágt og ekki komist í umræðuna fyrr en nú, korteri eftir kosningar, enda er þetta skólabókardæmi um það þegar kvótakerfið og þjónar þess svipta byggðarlag lífsbjörginni. Umræða um þá staðreynd hefði hlaðið undir málflutning Frjálslynda flokksins og og hefur það því farið lágt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Atli.

Já fínt að fela þetta fram yfir kosningar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.5.2007 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband