20.5.2007 | 22:47
Kristján Þór í Silfrinu.
Í Silfri Egils í dag var lítilega rætt um fiskveiðikerfið, sem í fjótu bragði virðist vera eins og hannað fyrir glæpagengi á Sikiley. Allavega telur Mafían sig ekki ekki svikna af því að hafa áskrift að tekjum annarra án teljandi fyrirhafnar. Þegar umræðan barst að erfiðleikum Flateyringa og hvernig bæri að bregðast við þeim hörmungum sem blöstu við bæjarbúum þar, sagði Kristján Þór Júlíusson fyrrveradi stjórnarformaður Samherja þetta; Ég vil fyrst taka það fram að ég tek alveg útyfir þegar vinur minn Hinrik Kristjánsson er að yfirgefa greinina með þessum hætti,vegna þess að ekki er rekstrargrundvöllur undir fyrirtækinu... þekki þann mann að góðu einu... en það er bara erfitt þegar menn þufa að yfirgefa völlinn með þessum hætti. Ágæti bloggari; ef þú áttar þig ekki á því hvað Krsitján Þór er í raun að segja; Þá hefur hann áhyggjur af einum íbúa á Flateyri sem er vinur hans, sá sem fer með milljarðana frá vellinum" eins og Kristján orðar það svo skemmtilega...
Þegar Kristján Þór var síðan spurður hvað hægt væri að gera fyrir bæ eins og Flateyri sagði Kristján meðal annars þetta; Það er voða lítið, ég hef engin bjargráð... sem betur fer eru dæmi um það að það eru að koma nýjir aðilar inn í greinina. Það sem þarf að gera fyrir Flateyri sérstaklega er ekkert annað en þarf að gera fyrir byggðina alla í landinu, það er grundavallaratriði fyrir samfélagið allt í dag, að fólk geti búið við góðar samgöngur og fjarskiptaþjónustu... upplýsingaveituna.. það er grundvallaratriði.
Það var þá eftir allt betri samgöngur og fjarskipti við Flateyri.... Hallóóó
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 43271
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.