fyrir vonbrigðum

Ég var fyrir vonbrigðum með aðeins eitt, en það skyggir líka á allt annað og var mixingin á trommunum hjá Deep Purple. Uriah Heep voru mjög góðir og það var gaman að sjá hvað þeir virtust skemmta sér á sviðinu. Þá fór trommarinn á kostum af hinum ólöstuðum. Því urðu vonbrigðin mikil þegar maður heyrði í trommusettinu hjá Deep Purple, því bassatromman var allt of sterk.  Fyrir utan hvað þetta eru hræðilega þreytandi högg sem dynja á manni, þá kæfir svona djúpur mónó-tónn með þetta langann ómunartíma restina af settinu. Því til viðbótar þá hverfur einnig stór hluti af bassanum og eitthvað fleira hverfur líka í einhverja móðu við svona handvöm. Því lét ég idiótinn á mixernum fara svolítið mikið í taugarnar á mér. Ég var í raun allan tímann að bíða eftir að hann lagaði þetta, en eftir 10 lög eða svo var ég orðinn útkula vonar og reyndi upp frá því að leiða þetta hjá mér.... en tókst ekki.    
mbl.is Rokkað í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá. Ótrúlegt að þetta smekkleysi viðgangist enn þá. Þ.e.a.s. að bassatromman "fái" að éta upp allar lágtíðnir. Hef marg oft orðið vitni að og fyrir barðinu á þessu sjálfur.

SG (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 43271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband