Sjávarútvegsdagurinn.

Árlegur dagur sjávarútvegsins var haldinn þann 16. september. Dagurinn gengur út á að sannfæra sem flesta um að "hinn íslenski sjávarútvegur" sé einstakur á heimsvísu.

Að því tilefni sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra í ræðu sinni að honum finnist mjög sér­stakt hvernig talað væri um greinina. Hvernig litið væri fram­hjá þeim drif­krafti sem hann hefur óneit­an­lega leitt fram, sam­hljóminum við líf­ríkið, betri nýt­ingu, meira verðmæti og að útgerðin væri jafn­vel lit­in horn­auga. Fjár­málaráðherra sagðist ekki sjá bet­ur en að þjóðnýt­ing og upp­taka alls hagnaðar væri boðuð á samfélagsmiðlunum. Að fólk ein­fald­lega áttaði sig ekki á mik­il­vægi grein­ar­inn­ar. Bjarni var allt að því sár og svekktur að þjóðin skuli ekki falla sem einn maður að fótum LÍÚ. 

Nú veit ég ekki hjá hverjum Bjarni leitar sér upplýsinga. En ég er nokkuð viss um að það er ekki til Óla Ufsa bróður Baldvins tengdaföður hans. Hann hefur líkt og ég og margir aðrir réttilega gagnrýnt útgerðina, úthlutunarkerfið og fiskveiðiráðgjöfina á löngu árabili. Þá virðist Bjarni ekki átta sig á því að óánægjan og gagnrýnin beinist heilt yfir ekki að útgerðinni sjálfri - heldur honum sjálfum - stjórnvöldum á hverjum tíma sem brugðist hefur þjóðinni.  

Ég hef heldur ekki heyrt annað en að flestir vilji hag greinarinnar sem mestan. Mér er því næst að halda að Bjarni hlusti ekki á neitt annað en áróðursdeild LÍÚ. Því nær enginn ágreiningur er um þau atriði sem Bjarni nefndi. Að því frátöldu að: "En eng­um hef­ur, sem komið er, tek­ist að kokka upp upp­skrift af fisk­veiðikerfi sem tek­ur því ís­lenska fram. Hvergi ann­ars staðar hef­ur verið sett sam­an fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi sem tek­ur því ís­lenska fram þegar kem­ur að því að skapa verðmæti fyr­ir þjóðina,“ sagði fjár­málaráðherra í ræðu sinni." þetta er einfaldlega rangt hjá Bjarna. Því margoft hefur stjórnvöldum verið bent á sóknardagakefi Færeyinga sem almenn ágægja og samstaða er um þar. Eina óháða vísindaskýrslan sem gerð hefur verið á sjálfbærni fiskveiða við Norður-Atlandshaf staðfestir það - en hér má einfaldlega ekki nefna það.

Mest öll gagnrýnin á kerfið er tilkomin vegna þess að auðlindin er í raun afhend fáeinum einstaklingum - og afkomendum þeirra - með roði og beinum til eignar. Að hryggjastykkið í kerfinu skuli vera einokun, forréttindakerfi fáeinna einstaklinga sem fénýti sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Þá sætir það furðu að Sjálfstæðisflokkurinn skuli standa vörð um þess lags fyrirkomulag. Um það stendur ágreiningurinn - hafi það farið framhjá Bjarna.        


mbl.is Árangurinn sé litinn hornauga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband