Strandveiðar - enn og aftur

Það er áhugavert hversu lengi hægt er að þvarga um strandveiðikerfið, tilurð þess eða svo kölluð markmið. Það eru vissulega þó nokkrar hliðar á kerfinu og auðveldlega hægt að hafa enn fleiri skoðanir á því.  

En í fyrsta lagi þá er atvinnufrelsi í landinu samkvæmt núgildandi stjórnarskrá. Það er m.ö.o. ekki hægt að banna neinum að stunda þá atvinnu sem hann velur sér nema að almannahagsmunum sé hreinlega ógnað með einhverjum hætti.

Í öðru lagi er svo kölluð jafnræðisregla sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna lagði útaf árið 2007. Í úrskurði sínum benti nefndin á að núverandi einokunar-kvótakerfi bryti í bága við 26.gr Alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi um jafnrétti allra manna - ekki bara sumra.

Á þeim grunni stendur strandveiðikerfið og engum öðrum. Því skýtur skökku við að flokkur sem kennir sig við frelsi einstaklingsins skuli berjast á banaspjótum gegn auknu frelsi. Þá er athyglisvert að hlusta á suma þingmenn þurfa að taka það sérstaklega fram að þeir séu ekkert á móti strandveiðum -  þó þær séu ekki ábatasamar og skili litlu í útsvarstekjur að þeirra mati - en gjalda varhug við því að þær séu gerðar ábatasamari.

Strandveiðar snúast um frelsi einstaklingsins í sinni tærustu mynd - og hvernig lífi við viljum lifa í þessu landi... Búseta, aldur eða fyrri störf skiptir þá minna máli ef nokkru.   

 


mbl.is Strandveiðar til umræðu á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband