Fallegt af Færeyingum.

Þetta er sérlega glæsilegt hjá Færeyingum og ekki í fyrsta skipti sem þeir hugsa fallega til okkar sem eldri bróður í vestri. Þeir komu t.d. að gosinu í Eyjum á sínum tíma og söfnuðu eftir snjóflóðin fyrir Vestan. Þá söfnuðu þeir handa okkur af einhverju öðru tilefni, bara man ekki hvað það var. Við mættum svo sannarlega oftar hugsa til þeirra...

Mér er til efs að íslensk stjórnvöld hafi svo mikið sem hringt til Færeyja þegar bankakreppa herjaði þar á tíunda áratugnum... buðum við þeim kannski aðstoð? Í þessu ljósi má einnig skoða rembinginn í okkur Íslendingum eða umkvartanir.. að við skildum ekki hafa verið teknir með stóru löndunum þegar seðlabankar Norðurlanda voru að semja við Bandaríkin um daginn. Við móðguðumst sem aldrei fyrr. Mig dettur oft í hug þegar rembingurinn og stærilætin eru að fara með okkur, að alltaf þegar Norðurlöndin berast í tal, dettur okkur sjaldnast í hug að telja Færeyjar með... þær eru svo litlar ... meira að segja sjávarútvegur þeirra er svo auðmerkilegur að mati stjórnvalda að í öllum samanburði eru þeir aldrei taldir með....

 


mbl.is Færeyingar vilja lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg hjartanlega sammála. Við hefðum svo sannarlega oftar hugsað til þeirra. En við höfum líka stundum staðið með þeim. Eins og t.d. þegar (man ekki hvaða ár það var) við skárum ekkert niður veiðar þeirra í ísl. landhelgi vegna efnahagsástands í Færeyjum. Ég man það þó að Þorsteinn Pálsson var þá sjávarútvegsráðherra og LÍÚ með sköllóttu grenjuskjóðuna í fararbroddi mótmælti með óhljóðum í fjölmiðlum að þeir skyldu hreinlega ekki hafa verið reknir út úr landhelginni. Það var nú þakklætið sem LÍÚ sýndi Færeyingum fyrir það t.d. þegar færeyskar konur tóku sig til, þegar breskur togari ætlaði að leggjast bryggju í Færeyjum í þorskastríðinu til að taka kost, og komu í veg fyrir að það væri hægt að binda hann við bryggju. Heill vinum vorum og frændum Færeyingum.

Kv. Helgi

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Helgi, fyrstu kynni mín af Færeyjum var þegar við á loðnuskipinu Víkurberg GK 1 lögðumst að bryggju í Fuglafirði í mars 1983 að mig minnir. Við vorum fyrsta loðnuskipið frá Íslandi sem það gerði og því mjög minnisstætt. Börkur frá Neskaupstað kom næstur og var aðeins nokkra klukkutíma á eftir okkur. Það var tekið á móti áhöfninni eins og við værum nánir vinir þeirra loksins að koma í heimsókn. Þá hefur fjöldi Færeyinga verið hér á vertíðum í gegnum tíðina. Bara fyrsti leigubíllinn sem við stoppuðum,  bílstjórinn talaði Íslensku enda hafði hann verið hér margar vertíðir. 

Atli Hermannsson., 29.10.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 43271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband