Geirfuglarnir

Geir Haarde sagði í Valhöll í dag að það væri ekki enn búið að sannfæra hann um að ESB og evran væri betra fyrir Ísland - en það fyrirkomulag sem lagt hefur hagkerfi okkar í rúst. Þá ætlaði flokkurinn "loksins" að kanna kosti og galla ESB og meta stöðuna upp á nýtt - nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í sárum. Nú veit ég að það hefur verið þokkalegt að gera hjá Geir við brunastörf og bjarga fé úr lífsháska, en þá vinnu má alfarið kenna honum sjálfum um og stökum geirfuglum í Sjálfstæðisflokknum sem stórskaðað hafa þessa þjóð á liðnum árum með þvergirðingshætti og hagsmuni einstaka flokkshesta að leiðarljósi.

Þessi flokkur er í raun krabbamein á þjóðinni sem þarf að gera uppskurð á. Því fagna ég væntanlegum landsfundi í janúar. En það verður líklega venju samkvæmt séð til þess að þeir fulltrúar sem á landsfund veljast verði "rétt valdir" Þetta verður að öllum líkindum hallelúja samkunda þar sem alþekkt skoðanakúgun verður alsráðandi -  undir merkjum flokks hinna breiðu skoðana. Það verður séð til þess að "réttir" aðilar verði fengnir til að stjórna nefndarvinnu og þá koma að sjálfsögðu fyrstir til greina þeir sem hollastir eru núverandi flokkseigendum og aðrir þeir sem þrætt hafa brautina upp í gegnum ristilinn á Hannesi Hólmsteini. En ég vona að sá mikli meirihluti sem vill breytingar og aðildarviðræður við ESB standi þétt saman og láti ekki afturhald og íhald sérgæslu ráða næstu skrefum. Pólitíkin í dag  snýst ekki um það hvort ein göng verði boruð eða stálþil rekið niður, heldur hvort við viljum horfa til framtíðar og taka upp lífsmáta og gildi líkt og þau sem í hávegum eru höfð í nágrannalöndunum.

Höfum við tíma til að bíða eftir sinnaskiptum Geirs? Ég segi nei; því augljóst er að það mun enginn geta sannfært Geir um eitt né neitt úr þessu. Nægir að nefna nokkra af þeim hagfræðingum sem reynt hafa og hvatt sér hljóðs að undanförnu. Ágúst Valfells. Ólafur Ísleifsson. Yngvar Örn Kristinsson. Gylfi Magnússon Jón Daníelsson. Aðalsteinn Leifsson. Guðmundur Ólafsson. Þorvaldur Gylfason Gylfa Zoëga Ingólfur Bender. Eddu Rós. Ásgeir Jónsson. Þorsteinn Þorgeirsson. Jón Steinsson. Tryggvi Þór Herbertsson. Ólafur Darri Andrason. Heiðar Már Guðjónsson og Þórólfur Matthíasson.

Þá er óþarfi að nefna þann ótölulega fjölda heimþekktra hagfræðinga sem lagt hafa leið sína til landsins á umliðnum árum.  En til hliðsjónar er holt að velta því fyrir sér; af hverju  líf-og náttúrufræðingar sem heimsækja "Mekka" líffræðinnar fara til Galapakusareyjar. Jarðfræðingar fara af sömu ástæðu  til Hawai og heimsfrægir hagfræðingar leggja leið sína til Íslands... til að skoða hið íslenska efnahagsundur.

 


mbl.is Þrír leiða Evrópustarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Heir,heir

Konráð Ragnarsson, 18.11.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 43271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband