11.1.2009 | 12:23
Þjóðin á að kjósa um aðild.
Þorsteinn Már stígur varlega til jarðar í viðtalinu í Morgunblaðinu i dag, enda mjög skynsamlegt af honum. Hann veit af mikilli reynslu af íslenska fiskveiðikerfinu og ekki síður innan ESB lögsagna að hlutirnir eru ekki svarthvítir
Lokaorð Máa er útgangspunkturinn og að honum eigum við að sjálfsögðu að einbeita okkur.
Ef við förum í aðildarviðræður, þá verðum við að leggja áherslu á að hafa sem mest áhrif í endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar sem á að klárast árið 2012. Þannig gætum við vonandi sniðið af henni einhverja vankanta og haft áhrif á hvernig hún kemur til með að verða."
Í dag verður aftur á móti ráðstefna á vegum Heimssýnar í Þjóðminjasafninu - og verður hún örugglega svarthvít. Það er segja að allt sem snýr að sjávarútvegi innan ESB verður málað svörtum litum og síðan mokað yfir þá. Ég tel því vel til fundið að ráðstefnan sé haldin í Þjóðminjasafninu... en þykir bara verst að ekki skuli vera hægt að skilja íslenska fiskveiðikerfið eftir þar innan um aðra hluti sem gengið hafa sér til húðar.
Þjóðin á að kjósa um aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 43271
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þjóðnýtum kvótann og gefum upp á nýtt á sanngjarnan hátt, þar sem farið er eftir stjórnskrárákvæði um þjóðareign.
Sæll Stefán og takk fyrir innlitið. Þá sé ég af síðunni þinni að það er fátt sem okkur tækist að rífast um. En bara eitt varðandi "stjórnarskrárákvæði" Þá er ekkert í stjórnarskránni um eignarhaldið á fiskveiðiauðlindinni. Það er aðeins í lögunum um stjórn fiskveiða sem stendur að auðlindin sé sameign þjóðarinnar. En það er afabrýnt að stjórnvöld einhendi sér í það að gera nauðsýnlegar breytingar á stjórnarskránni, helst nýja eins og Njörður P. Njarðvík bendir á, og ekki síður réttlátar breytingar á fiskveiðikerfinu ((girðingar) þannig að það gagnist okkur sem best þegar og ef til inngöngu í ESB kemur.
Atli Hermannsson., 11.1.2009 kl. 22:14
Sæll Atli, vitir þú það ekki nú þegar þá skal ég segja þér það að við höfum engin áhrif , engin.
endilega kíktu á myndbandið hjá mér varðandi Lissbon sáttmálann.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.1.2009 kl. 01:23
Sæl Guðrún. Bara að málið væri svo einfalt; að það nægði að þú segðir það. Við Frjálslynd könnumst svo sem ágætlega við það að hafa engin áhrif. En við íslendingar erum óvart með handónýtt fiskveiðikerfi sem við Frjálslyndir erum alltaf að reyna að breyta - en án nokkurs árangurs. Getur það virkilega verið svo - að Frjálslyndir geti ekki sætt sig við inngöngu í ESB vegna hræðslu við að einhverjar breytingar yrðu á því kerfi - sem við erum alltaf að reyna að breyta.
Eftir að hafa legið á netinu og lesið mig dofinn að undanförnu um málefni tengdu ESB, þá tel ég meiri möguleika á að hér verði stokkað upp að einhverju leyti í kerfinu og byggðirnar verði settar í forgrunn eftir inngöngu. Sveitastjórnar pólitíkin hjá ESB er nefnilega virkilega áhugaverð fyrir okkur og gæti gert gríðarlega mikið fyrir landsbyggðina... og hef ég orð forystumanna manna hjá Samtökum Sveitarfélaga fyrir mér í því. Því vil ég skoða málið í botn líkt og Jón Magg.
Atli Hermannsson., 12.1.2009 kl. 18:33
Sæll Atli. Ertu ekki að rugla saman aðild og Evru? Ég gerði það á tímabili. Veistu að það er enginn leið til baka ef við förum inn í ESB? Hefur þú ekki lesið MBL. og umfjöllun þess um ESB. Bretar sömdu um að fá að ráða sínum fiskimiðum, Svíar héldu að þeir ættu rétt á að ráða að minnsta kosti 12 mílunum sínum. Bretar voru, að kröfu spánverja, dæmdir til að hleypa þeim í landhelgina sína og Svíar máttu ekki banna þorsveiðar innan 12 mílna. Hálfvitarnir í Sjálfstæðisflokknum hafa ekki búið betur um hnútna eftir EES en svo að erlendur einstaklingur, erlent stórfyrirtæki eða hreinlega ríki getur keyt jörð hér á landi með vantsréttindum og "dælt öllu vatninu upp og flutt út." Svo segja reglur ESB alias EES. Afhverju ættum við að ganga inn í bandalag sem okkur er ekki sætt útgöngu aftur bara til þess að skipa um mynt? Náum frekar tvíhliða samnignum við ESB! og höldum sjálfstæðinu að flestu leiti. Skptum frekar í norska krónu með samþykki Norðmanna. Eina sem við töpum með því er Seðalabankinn! Ég vil efnahagslegan stöðuleika. En hann næst EKKI endilega með aðild að ESB. Hann næst með annari mynt. Ertu nokkuð búinn að gefast upp á að breyta fiskveiði/kvótakerfinu? Nú ætla ég að gerast spámannlega vaxinn. Því verður breytt 2010. Ó, þér vantrúaðir, (he,he).
Bestu kveðjur
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.