26.4.2009 | 21:30
Vantaði frjálslyndið?
Það er engin ein ástæða fyrir hruni Frjálslyndra. Heldur samlegðaráhrif af allskonar uppákomum á liðnum árum fram til dagsins í dag - sem fólk nennir ekki lengur að
taka þátt í. Ég hef talað máli flokksins frá stofnun hans enda hefur hann langbestu stefnuna í fiskveiðimálunum. En það náðist bara ekki að skapa
neina stemmingu fyrir því núna. Evrópumálin skyggðu algerlega á ásamt spillingarmálum og öðru slíku. En það sem gerði útslagið er það;
að flokkurinn skulu hafa tekið einarða afstöðu gegn ESB umsókn - og skipað sér þannig í
flokk með LÍÚ.
![]() |
Eins og spírall niður á við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Atli. Ég verð nú seint sakaður um að hafa stutt Frjálslynda. Það er samt umhugsunarvert að í veiðimannaþjóðfélagi sem við vissulega erum, skuli ekki vera pláss fyrir eins og einn sjávarútvegs flokk. Enginn hinna flokkanna hefur neína sérstaka stefnu í fiskvieðimálum (aðra en að hrófla ekki við neinu). Fall Frjálslynda flokksins er að mínu mati af tveimur ástæðum. Annars vegar eins og þú nefnir innanhúsvandamál og hins vegar að flokkurinn náði ekki að markaðssetja sig í öðrum málefnum. Eins máls flokkur var hann stundum nefndur.
Björn Róbert (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 21:41
Það er ekki nóg að hafa góða stefnuskrá, það þarf líka gott fólk til að fylgja henni.
Sigurjón hefði svo sannanlega átt erindi á Alþingi.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.4.2009 kl. 22:30
Sæl Guðrún. Já, Sigurjón er flottur en því miður er almenningur búinn að afskrifa flokkinn og því næsta verk að leggja hann niður. Þeir einstaklingar sem voru hvað duglegastir að að moka gröfina eiga að sjálfsögðu að sjá um útförina... sálusorgarinn er á staðnum.
Atli Hermannsson., 27.4.2009 kl. 08:43
Atli, það er eliðinlegt að sjá hvað verið er að reyna að hengjqa bakara fyrir smið.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.4.2009 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.