Hvað breytist?

Ég hef síðustu daga fylgst nokkuð vel með umræðum á Alþingi. Og þegar ég hugsa málið þá get ég ekki ímyndað að allir sleppi óskaddaðir frá öllu ruglinu sem þar er í boði. Nú síðast hafa einstaka þingmenn verið að tjá sig um kostnaðinn við aðildarviðræður við ESB sem sumum finnst verða óheyrilega mikill. Þetta sama fólk vill hins vegar tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekki er síður kostnaðarsöm aðgerð. Í kvöldfréttum var t.d. Jón Bjarnason, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra að býsnast á kostnaðinum við fyrirhugaðar aðildarviðræður. Það gerir hann degi eftir að hann ákvað að skera væntanlegar útflutningstekjur þjóðarinnar niður um 15 milljarða á næsta ári.

Það gerir hann með vanhugsuðum niðurskurði á aflamarki í þorski og ýsu. Þessi sami Jón Bjarnason, hefur eins og kunnugt er einnig miklar áhyggjur af því að við munum missa forræðið yfir auðlindinni við inngöngu í ESB. Það er að segja að ákvörðun um aflahámark hér við land  muni flytjast til Brussel - og þá sé voðinn vís að hans mati. En þegar málið er skoðað liggur fyrir að "forræðið" er þegar farið þangað. Sumir kunna að spyrja hvað ég sé að meina. Jú nýtingarstefna Hafró, sem er að aðeins skuli veiða 20% af áætlaðri stofnstærð er sú sama og vísindamenn hjá fiskveiðinefnd ESB ráðleggja. Hvað mun þá breytast eftir inngöngu? Nákvæmlega ekki neitt; vegna þess að ráðgjöf vísindamann hjá hinni svokölluðu Common Fisheries Policy (CFP) í Brussel kemur frá Alþjóða hafrannsóknarráðinu (ICES) í Kaupmannahöfn. En svo vill til að Hafró er innvígt og innmúrað í þá vísindastofnun sem sannast á því að Jakob Jakobsson fyrrverandi forstjóri Hafró var á árum áður forseti ICES. Í raun og veru má segja að Hafró sé aðeins eitt 20 útibúa sem vísindamafía ICES heldur úti hér við Norður-Atlandshafið.

Þegar kaflinn um "áherslur og tillögur" Vinstri grænna í sjávarútvegsmálum er lesinn er engu líkara en að sá kafli sé saminn á Skúlagötu 4. Það er heldur ekki fjarri lagi; því "ritstjóri og ábyrgðamaður" er Einar Hjörleifsson (Guttormssonar) sem er fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Þetta er hinn sami Einar og jafnan hefur farið með gögn stofnunarinnar úr togararallinu á árlegan samráðsfund hjá ICES, áður en okkar sjávarútvegsráðherra og þjóðinni eru kynntar tillögurnar. Það var t.d. þess vegna sem Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró gat fullyrt við kynningu á tillögum stofnunarinnar um daginn að farið yrði eftir 20% aflareglunni næstu árinn.

Og hvað kom á daginn... Jón Bjarnason staðfesti í gær tillögur ráðgjafa ESB um heildarafla við Ísland fyrir næsta fiskveiðiár.

Því er von að spurt sé; hvað muni eiginlega breytast eftir inngöngu?        


mbl.is Tal um stjórnarslit undarlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 43271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband