Árni eða Páll

Það virðist því miður vera almennt einkenni á stjórnmálamönnum að þeim er fyrirmunað að átta sig á hugtökum eins og jafnræði og réttlæti. Þeir skreyta sig að sjálfsögðu með þess háttar hugtökum eins og Árni Páll gjarnan gerir, en því fer víðs fjarri að framganga hans endurspegli það. Ein fárra undantekninga er Lilja Mósesdóttir sem vill almennar afskriftarreglur fremur en að látið verði duga að einstaklingar verði skornir niður úr gálganum um það leyti er það byrjar að blána.

Árni Páll og fleiri ættu sem fyrst að gera sér grein fyrir að það verður aldrei nein sátt í þjóðfélaginu á meðan einstaklingum er mismunað - ekki frekar en með kvótakerfið sem 80% þjóðarinnar er ósátt við.

Sem dæmi um óréttlæti og mismunum sem er algerlega ólíðandi; er að þeir einstaklingar sem settu sparifé sitt í áhættufjárfestingu eins og peningamarkaðssjóðina skuli hafa njótið ríkisbyrgðar á áhættu sinni, þegar þeir einstaklingar sem settu sparnað sinn í húsnæði fyrir fjölskyldu sína -  megi kenna sjálfu sér um heimskuna. 


mbl.is Ráðherra vill afskrifa skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband