Ekki fréttir

Mánuði fyrir síðustu alþingiskosningar datt fáum öðrum en Frjálslyndum í hug að sjávarútvegsmálin fengju þann sess sem raunin varð á. Sú umræða leiddi síðan til þess að stjórnarflokkarnir brugðust við og létu því þessum málaflokki að einhverju getið í stjórnarsáttmála. Úr varð eins og við vitum samþykkt sem breyttist í fíflagang á síðustu dögum þingsins. Nær ekkert annað hefur verið gert í þeim málaflokki á tímabilinu ef frá er talið að eitthvað krukk hjá Einar K. í byggðakvótann.

En það var ekki það sem ég ætlaði að segja, því nær allar fréttir af sjávarútvegnum þessa dagana benda til þess að það sé mikill uppgangur í greininni. Myndir af drekkhlöðnum bátum af Suðurnesjum og einhver besta loðnuvertíð í langan tíma er það sem blaðamenn bjóða okkur uppá. Það er vissulega rétt að loðnuvertíðin er einhver sú besta í mörg ár. En það er ekki vegna þess að það sé svo mikið af loðnu - heldur að undanfarnar vertíðir hafa verið hreinar hörmungar. Þá hefur einstaklega hátt verð á erlendum mörkuðum verð að bjarga vertíðinni - sem betur fer verð ég að segja.
En hvergi hef ég séð í fréttum að loðnuveiðin í ár er aðeins einn þriðji af meðaltali áranna 1980-90.

Nei... það er eins og blaðamenn á Íslandi sem eiga að sjá um þennann málaflokk séu ekkert annað en samansafn af fjölmiðlafulltrúum stærstu fyrirtækjanna. Það er látið í það skýna að aflahrotnan síðustu daga fyrir páska sé árangur kvótakerfisins sem sé loks að skila sér. En staðreyndin er auðvitað sú að um þetta leyti árs þéttir bolfiskur sig saman, gjarnan við Suðurströndina, þegar kemur að hrygningu. Þetta eru í raun ekki frétt, nema þá ekki frétt - því svona var þetta í áratugi á hrygningar og uppeldisslóðunum hér við Suðurströndina og þóttu þá ekki fréttir.

Það hefði heldur mátt minnast aðeins á minni báta við norðurlandið. Bæði dragnótar- og línubátar hafa hreinlega ekki verið að fá neitt. Þá meina ég ekki neitt. Ég heyrði af einum sem gerður er út frá Hólmavík og lagði 17 bala af línu um daginn. Hann fékk sjö fiska.. þetta kalla ég frétt.


Af málefnum

Ég setti þessar hugrenningar inn á málefni í dag.. sennilega fer ekki verr um þær hér inni.

 Það sem ruglar umræðuna (um innflytjendamál) er að flestir kynna sér kannski ekki nema eina hlið hennar og hafa e.tv. ekki forsendur eða tíma til að setja sig inn í fleiri. Svo hangir fólk eins og hundar á roði á þessum eina vinkli og gjammar kannski á mörgum vígstöðum.

Það verður alltaf afstætt hvað kallast góð kjör og góður aðbúnaður starfsfólks. Þá er ég ekki að segja að við getum ekki gert betur, því það á alltaf að gera kröfu um það, hvaðan menn eru síðan ættaðir.

Í því sambandi langar mig að nefna að sá versti aðbúnaður sem ég hef orðið vitni að hjá nokkrum iðnaðarmönnum, var í fyrrasumar hjá íslenskum iðnaðarmönnum. Og það var einn allra ríkasti maður landsins sem verið var að vinna fyrir. En þar sem vinnustaðurinn var í Knightbridge hverfinu fína í London samþykktu menn þar hvað sem var. Þar lét landinn sig hafa það að rífa innan úr húsi og innrétta það upp á nýtt og búa í því á meðan. Þetta stóð í marga mánuði og þótti íslensku iðnaðarmönnunum þetta bara ágætt... flott að vera London, gott veður á kvöldin og ódýr bjór á næsta götuhorni... hvað viljiði hafa það betra..

En fyrr í dag voru í heimsók hjá mér tveir iðnaðarmenn, annar þeirra húsasmíðameistari. Þeim bar saman um að þeir yrðu báðir atvinnulausir innan þriggja ára eða svo. Lokaorð annars þeirra voru á þá leið, að þá yrði ekki not fyrir aðra Íslendinga í byggingariðnaði en þá sem væru með teikningar undir arminum og með hvíta hjálma á höfði... restin útlendingar með 1,000 á tímann.


Byrjaður að blogga

Þetta fer að verða alvarlegt hjá manni, kominn á bloggið eftir allt saman. Ég sem var búinn að lofa mér því að draga úr þessu hangsi fyrir framan tölvuna (og horfa meira á sjónvarpið) Svo tekur það ábyggilega heila viku að læra á viðmótið...þ.e.a.s. hugbúnaðinn. Annað viðmót lætur eitthvað standa á sér... hvernig er þetta með bloggvinina, eiga þeir ekki að hrúgast her inn hehe. Eða verð ég að hafa fyrir því að ná í þá og hengja þá sjálfur hér inn. Allavega er ég ekki enn búinn að finna út úr því ..Magnús!... þú attir mér út í þetta... erum við ekki vinir hvernig er þetta.  

Breskir vesalingar

Það hefur verið vandræðalegt að fylgjast með bresku sjóliðunum eftir að þeir komu til síns heima eftir  "svaðilförina" til Irans. Það er sett á svið leiksýning sem er svo léleg og ósannfærandi að West End  hlýtur að skammast sín enda á milli. Hvernig þetta blessaða fólk fær sig til að væla yfir lélegri meðferð er mér hulin ráðgáta. Við hverju bjóst vesalings fólkið. Það var meira að segja farið með það í verslunarleiðangur og það var dressað í ný jakkaföt. Þá fór fólkið í forsetafylgd á flugvöllinn sem kvaddi það prívat með handabandi.... hreint skelfileg upplifun sem lögð var á þessa blessuðu breta.

« Fyrri síða

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband