Vilja sérlög um makrílinn.

Félag makrílveiðimanna er félag um sérhagsmuni nokkurra útgerða sem færðar voru sérstakar aflaheimildir "á silfurfati" með reglugerð frá því í maí mánuði 2015. Það var eftir að ríkistjórnin með Sigurð Inga, sem sjávarútvegsráðherra hafði reynt að lögsetja makrílveiðarnar. 691.mál, þingskjal 1165. En vegna almennrar andstöðu og undirskrifta m.a. 48 þúsund landsmanna gekk lagafrumvarpið ekki í gegn. Því er makrílveiðum í dag stjórnað með reglugerð Nr. 523/2015 sem í öllum atriðum er samhljóma lagafrumvarpinu og hefur árlega endurnýjast óbreytt.

Í kaflanum um veiðar smábáta kemur fram hvað smábátar mega veiða mikið af makríl og voru bátarnir þegar mest lét í heildina 121 árið 2014. Í félagi makrílveiðimanna eru aðeins 20 smábátar með yfir helmig allra veiðiheimilda. Því þarf ekki að koma neinum á óvart að það eru þeir sem standa að þessu félagi. Það voru þeir sem klufu sig úr Landsambandi Smábátaeigenda sem lagðist alfarið gegn kvótasetningu á makríl. Það gátu þeir sem að þessu sérhagsmunafélagi standa ekki sætt sig við. Það skal tekið fram að nokkrir þeirra sem þar eru í forsvari fá miklu meiri heimildir en þriggja ára veiðireynsla þeirra sagði til um. Í lagafrumvarpinu frá 2015 er það sérstaklega tekið fram að nokkrum tilteknum útgerðum skuli umbunað með 43% auka heimildum umfram þeirra veiðireynslu og eru það þeir hagsmunir sem nú á að berjast fyrir að sett verði sérstök lög um. 

Það ætti öllum að vera ljóst sem fylgst hafa með stjórn fiskveiða að sjaldan er ein báran stök. En að það skuli hafa ratað í lagafrumvarp árið 2015 og síðan reglugerð að nokkrum tilteknum einstaklingum skulu úthlutað 43% meiri aflaheimildir í makríl en veiðireynsla þeirra sagði til um, er einstakt þegar kemur að úthlutun veiðiheimilda. 

Í reglugerðinni segir að tilteknum einstaklingum skuli umbunað vegna framlags þeirra við þróun á þeim veiðibúnaði og þeirri veiðitækni sem notuð er við makrílveiðar smábáta á Íslandi. Hið rétta er að þeir hafa ekki þróað eitt né neitt; búnaðurinn er í einu og öllu norskur og hafði verið í notkun á skipum í Noregi í fimm ár áður en hann barst hingað til lands.

En hvernig má það gerast að í lagafrumvarp rati lygi og ómerkilegheit eins og þessi? Jú, kaflinn um veiðar smábáta má nokkuð öruggt telja að hafi verið saminn af einum af þeim einstaklingum sem mest hafa haft sig í frammi hjá þessum litlu sérhagsmunasamtökum. Þeir höfðu að ég veit greiðan aðgang að Sigmundi Davíð og Sigurði Inga sem þá var sjávarútvegsráðherra. Öðruvísi hefði þessi gjörningur aldrei getað átt sér stað. Í einni umsögninni við lagafrumvarpið er þess sérstaklega getið að búnaðurinn sé norskur og þetta ákvæði beri að leiðrétta en allt kom fyrir ekki. Enginn hafði áhuga á að leiðrétta lygina og allir þeir sem þá voru í Atvinnuveganefnd virtust bæði vera blindir og heyrnarlausir. En þingið og þjóðin hafnaði lögunum eins og við vitum - þó þeim hafi síðan verið framfylgt með óbreyttri reglugerð af þremur sjávarútvegsráðherrum.

En nú eftir dóm Hæstaréttar er fjandinn laus og líklegt að miklar breytingar verði á makrílreglugerðinni. Félag makrílveiðimanna er því eðlilega uggandi um að hluti af þeirra sérhagsmunum verði tekinn af þeim og færður öðrum. En það skal tekið fram að þeir gerðu engar athugasemdir við, heldur þvert á móti, að þeim skyldi úthlutað 43% umfram veiðireynslu - svo aðrir makrílsjómenn fengu minna sem því nemur. Til samanburðar fengu forráðamenn þessa samtaka á silfurfati fá 250-350 tonna aflaheimildir þegar stór hluti makrílbáta fengu innan við 25 tonn.   

Undirritaður var eigandi smábáts sem sérstaklega var breytt og útbúinn til makrílveiða. Mér var úthlutað 3,2 tonnum. ( þrjú-komma-tvö-tonn )

Maður þarf ekki að vera fiskur til að vera tvöfaldur í roðinu.     

 

           


mbl.is Vilja sérlög um makríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. desember 2018

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 42957

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband