17.6.2010 | 13:33
Glæsilegur dagur.
Það er alveg sérlega glæsileg tilviljun að leiðtogar Evrópusambandsins ætli að samþykkja að hefja viðræður við okkur Íslendinga á sjálfan 17. júni.
Þetta markar nýtt upphaf í hinni raunverulegu sjálfstæðisbaráttu okkar sem hver einstaklingur hlýtur að setja i forgang umfram einhverja óljósa þjóðhollustu sem enginn kann að skýra - nema sem þjónkun við einhver sérhagsmunaöfl og gróðahyggju forréttindaklíka.
Mitt sjálfstæði er allavega verulega skert með því einu að búa við gjaldeyrishöft og gjaldmiðil sem hvergi er skráður nema hjá þeim þremur bönkum sem sameiginlega standa á bak við eitt stærsta gjaldþrot sögunnar.
Þeir sem ekki vilja heyra það góða sem líklega mun koma út úr aðildarviðræðum við ESB; vinsamlega lækkið í tækjunum á meðan.
Blásum í herlúðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 43271
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll; Atli !
Þetta nýjasta auðmýkingar ferli, sem hafið er, af hálfu íslenzkra svikara, minnir okkur á þá níðinga, sem sviku land og fólk og fénað, undir Noregs konunga, árin 1264 - 1264, svo og eiða þá, sem svarnir voru Danmerkur konungi, sumarið 1662.
Hér er ekki; um þjóðhollustu eina að ræða - heldur; og ekki síður þá sæmd, að kunna að standast frýjanir óskammfeilinna nýlendu herra, hverjir; einskis svífast til, að ná auðlindum þeirra smærri, undir helzi sitt.
Með; fremur nöprum kveðjum, úr Árnesþingi, að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 14:44
Sæll Óskar, Ég veit að sjávarauðlindin er þér mikið hjartans mál. En hræðsluáróður með rökum sem standast ekki skoðun virkar ekki á mig. Það liggur t.d. alveg hreint og klárt fyrir að Evrópusambandið ræður ekki yfir neinum auðlindum og hefur því aldrei tekið neina einustu auðlind frá einni þjóð til að færa annarri. Það er einfaldlega ekki í þeirra verkahring.
Atli Hermannsson., 17.6.2010 kl. 16:05
Til hamingju með daginn Atli, þetta er til þess að eyðileggja daginn, í það minnsta fyrir mér.
Jóhann Elíasson, 17.6.2010 kl. 16:44
Komið þið sælir; á ný !
Atli !
Fyrir það fyrsta; þá hræðist ég ekkert í þessum heimi, nema þá, mig sjálfan.
Og í öðru lagi; vil ég gera samninga austur í Asíu - eða þá; í Suður- Ameríku, án þess að eitthvert skoffín frá Brussel hangi á öxl minni, eins og STASI draugur (í forðum; Austur- Þýzkalandi).
Að þriðja atriði. Sjávarauðlindirnar eru jú mikilvægar, en ekki síður vatn og aðrir orkugjafar - sem og hugsanlegir málmar, sem og olía og gas, einnig.
Hvað voru; og eru, Bretar - Spánverjar - Frakkar og Hollendingar að gera, út um heim, á undanförnum öldum - sem og, í dag ?
Fyrir utan; hefðbundið arðránið, í öðrum heimshlutum - er ESB dyggasti fylgihundur Bandarísku heimsvaldasinnanna, austur í Mesópótamíu (Írak) og í Baktríu (Afhanistan), svo til haga sé haldið.
Þessir Evrópu draugar; skilja hvarvetna eftir sig sviðna jörð, enda,.... í nánu samkrulli við AGS og NATÓ.
Þú skalt ekki reyna; að bera sögu falsanir á borð, fyrir lesendur þína, Atli minn - þó þú haldir, að henti þeim Barroso og pestar hirð hans, á Brussel völlum.
Tek undir; með Jóhann stýrimanni Elíassyni, að öðru leyti.
Með nöprum kveðjum enn - hinum beztu, til Jóhanns stýrimanns /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 17:28
Sæll Jóhann. Mér eru vel kunnugar skoðanir þínar á ESB, en óþarfi finnst mér að taka þessa hluti svona mikið inná sig. Ef samningurinn verður mér t.d. ekki að skapi mun ég greiða atkvæði gegn honum - en ég vil sjá hann fyrst.
En að hræðast erlend samfélög og þjóðríki með sama hætti og þú Óskar gerir og leita allt aftur til ársins 1200 að einhverju misjöfnu er einum of langt gengið. Ég vil að sjálfsögðu einnig vera vel á varðbergi eins og sagan kennir okkur að vera. En hún segir okkur einnig að enginn hefur reynst okkur Íslendingum verr en við sjálfir hvernig sem á hlutina er litið.
Atli Hermannsson., 17.6.2010 kl. 18:10
Komið þið sælir; enn á ný !
Atli !
Ekki; ekki gera gys, að mínum viðhorfum, með þessum fráleitu útúr snúningum, drengur.
Eg sé það núna; að sök mín er sú mesta, að hafa ekki gefið mér tækifæri til, að rækta betur tengsl mín, við þig, þá þú varst að erinda, niður á Stokkseyri, hérna um árið, þá ég annaðist birgðvörzluna, hjá Hraðfrysti húsinu þar, í því ágæta plássi.
Með; ögn mildari kveðjum, að þessu sinni - von um betri upplýsingu Atla /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 18:23
Já segðu Óskar, en þá var öldin önnur og lífið og kultúrinn með öðrum brag. Nú renni ég af og til löturhægt í gegnum þorpið á leið minni í sumarbústað þar rétt hjá. En foreldrar tengdadóttur minnar eiga bústað í landi Skipa, en faðir hennar er ættaður þaðan og er því náfrændi Gísla - stórkapteins.
Atli Hermannsson., 17.6.2010 kl. 22:31
Sælir; enn á ný !
Atli !
Þakka þér fyrir; þessar viðbótar upplýsingar.
Skipa fólkið var; og er, rómað, af veglyndi og höfðingsskap öllum.
Hafi ég aðstöðu til; mun ég setja mig í samband, við þig, þegar stund megi til gefast, þó ekki væri, nema yfir einum kaffibolla, Atli minn.
Með beztu kveðjum; að þessu sinni /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:11
Heilög Jóganna er búin að gefa það út að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB - samninginn verði aðeins RÁÐGEFANDI en EKKI BINDANDI svo það er barnaskapur hjá fólki að halda að það geti greitt atkvæði um hann. Menn þurfa ekki annað en að skoða verk "ríkisstjórnar fólksins" hingað til svo þeir sannfærist..........
Jóhann Elíasson, 18.6.2010 kl. 03:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.