Kínverjarnir komnir

Það verður afskaplega fróðlegt að fylgjast með því hvernig alþingismenn, lögspekingar, LÍÚ, og ESB andstæðingar taka á þeirri frétt að erlendir aðilar séu orðnir stórir eigendur í íslenskri útgerð. Þessi frétt kom mér ekkert á óvart nema er vera skildi að það eru Kínverjar en ekki íbúar einhvers ESB ríkis sem hlut eiga að máli. Ég hef lengi vitað að fjárfestingar útlendinga sé leyfileg og hef víða bloggað um það á undanförnum árum án þess að fá nokkur einustu viðbrögð við því.

Það hefur nefnilega hver ráðamaðurinn af fætur öðrum þrásteglast á því á opinberum vettvangi að erlendar fjárfestingar séu með öllu bannaðar í íslenskum útgerðum. Í fréttinni í kvöld var sagt að samkvæmt lögum megi erlendir aðilar eiga allt að 25% í íslenskum útgerðum. Það er rangt; því erlendir ríkisborgarar mega eiga allt að 49.9 % í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög. Ég hef lengi furðað mig á því að heyra hvern stjórnmálamanninn af fætur öðrum lýsa algjörri fáfræði sinni hvað þetta varðar. Nokkrir ráðherrar hafa meira að segja notað "bannið" sem rök gegn því að ganga í ESB vegna þess að þá myndi óhjákvæmilega opnast fyrir erlenda fjárfestingu. Nægir að nefna Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. En forveri hans Árni Mathiessen, virðist hafa vitað betur eins og hluti úr ræðu sem hann flutti á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva 6. Október árið 2000 ber með sér.     

"Á undanförnum vikum hafa á opinberum vettvangi verið ræddar hugmyndir um að opna fyrir erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Ég tel að þessi umræða hafi verið afar gagnleg. Ég hef rætt þetta í tengslum við útrásina svokölluðu, hvort breytingar í þessu veru myndu auðvelda hana. Nú er það svo að erlendir aðilar geta átt allt að 49.9% í íslensku fyrirtæki, með óbeinni eignaraðild. Í umræðunni hefur komið fram að þeir möguleikar sem opnir eru hér á landi hafa ekki verið nýttir og jafnvel lítið verið reynt að nýta þá".


mbl.is Kínverjar fjárfesta í íslenskri útgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband