Systursamtök LÍÚ

Ég er ekkert hissa á þessum hörðu viðbrögðum. Því það er árlega gefin út heildarkvóti á makríl hér í hafinu í kringum okkur samkvæmt tillögum frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu ICES sem Hafró er beinn aðili að.. Útdeiling á kvótanum er byggð á veiðireynslu skipa frá nokkrum ríkjum. Svo gerast breytingar í hafinu eins og gengur og allt fyllist hér af makríl. Því viljum við eðlilega fá að nýta hann.

Það sem rétthafar kvótans eru t.d. að horfa á núna er hvað muni gerast eftir nokkur ár. Mun þá makríllinn kannski verða horfinn út úr íslensku landhelginni. Gerist það er hábölvað fyrir þá að ESB verði búið að semja varanlega um tiltekið hlutfall af heildarkvótanum handa okkur Íslendingum. 

Við getum snúið þessu dæmi upp á loðnuna - okkar og norðmanna. Ef göngumynstur loðnunnar myndi skyndilega breytast og hún færi að veiðst í miklu magni í landhelgi Skota yrðum við eða svo sannarlega ekki hrifin af því. Þá yrðu okkar fyrstu viðbrögð alveg örugglega ekki þau að fara að semja við þá um tiltekna % af heildarkvótanum. Við myndum m.ö.o bíða með það og vona í lengstu lög að þetta nýja göngumynstur loðnunnar gengi til baka. Ef það gerðist og við búnir að semja, sætu við uppi með skoskar útgerðir með varanlega hlutdeild í loðnukvótanum - að óþörfu.

 Ath. Það er látið í það skýna að ESB sé að níðast á okkur, þegar það eru sérhagsmunaaðilar m.ö.o systursamtök LÍÚ sem eru að fara á límingunum útaf þessu máli. En að sjálfsögðu þarf að semja um þessa hluti rétt eins og aðra...  

 


mbl.is Vilja viðskiptabann á Ísland og Færeyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 43271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband