Fávitaþjóðfélagið

Hafi maður einhvern tíma skammast sín fyrir það að vera íslendingur er það núna. Það hafa að vísu margar ástæður gefist, en þessi er sú eina sanna og fullkomna. Hæstiréttur sjálfur, sem var eitt af þeim örfáu vígjum sem enn var hægt að bera virðingu fyrir í þessu landi, gerði upp á bak um leið og þeir veltu sér upp úr orðhengilshætti, of miklum pappa og skorti á læsingu á kjörkassa - þó innsigli hafi gert sama gagn.

Er hægt að leggjast lægra? Jú hver gagghænan af annarri lagði leið sína í ræðustól Alþingis núna áðan og lýstu vandlætingu sinni á ríkisstjórna sem hafi brugðist í þessu máli... þær hoppuðu sem sagt einn einn ganginn upp á hauginn og reyndu að vera hani. 


mbl.is Íhaldið er „skíthrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Hér er ekki verið að hengja á túlkun á orðlagi heldur vegna grófra lögbrota, lög kveða á um að hér skuli fara fram leynilegar kosningar þar sem enginn getur haft áhrif á þitt atkvæði og enginn geti refsað þér fyrir þína kosningu. Þessi ríkisstjórn hefur klúðrað hverju málinu á fætur öðru og hennar tími er kominn.............SEGJA AF SÉR

Annars er ég sammála þér með eitt, ég hef aldrei skammast mín jafn mikið fyrir að vera íslendingur, en ég gerið það fyrir hönd Jóhönnu og össurar þar sem þau kunna það ekki sjálf

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.1.2011 kl. 20:05

2 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Ef á að dæma eftir því sem þér finnst eða mér finnst eða honum eða henni heytir það stjórnleysi, þess vegna stendur í stjórnarsrá lýðveldisins, sem betur fer, dæma skal eftir lögum. Kannski ætti Jóhanna að sjá um að dæma í stað Hæstaréttar nóga hefur hún menntunina í slíkt guttl. Í framhaldi af því senda Alþingi heim svo hennar yfirburðir kæmu í ljós og enginn að þvælast fyrir svo sem Alþingi,Hæstiréttur eða annar óþarfi. Og þá þarf ekki að kjós um eitt né neitt bara hlíða Jóhönnu.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 25.1.2011 kl. 20:18

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það átti hverjum manni að vera ljóst að það yrðu einhverjir agnúar í framkvæmd þessa kosninga. Því um alveg nýtt fyrirkomulag var að ræða sem aldrei hafði verið prófað hér fyrr. Því er algerlega út í hött að dæma þetta fyrirkomulag í smáatriðum eins og um Alþingiskosningar væri að ræða. Það sem ég er að segja; er að það sátu allir við sama borð, það var enginn einn órétti beittur og þessi atriði sem Hæstiréttur tiltekur hafði engin áhrif á niðurstöður kosninganna. Annar maðurinn sem var í Kastljósinu núna áðan tiltók t.d. það, að mega ekki brjóta saman kjörseðilinn og geta þar með ekki hulið tölurnar - væntanlega fyrir augum annarra. Það brjóti í bága við einhver lög sagði maðurinn..common. Þetta er svo mikið aukaatriði og mikil þvæla að mann setur hljóðan. Hver gat hugsanlega haft af því ávinning aðberja einhverja fjögurra stafa tölu augum - sem meira að segja tölvurnar áttu í erfiðleikum með að lesa. Auðvita enginn. Þetta er eins og að segja að þú megir ekki sjá stjörnumerkið mitt á næturhimninum, því með því móti gætir þú hugsanlega komist að einhverju um mig sem þú vissir ekki fyrir.     

Atli Hermannsson., 25.1.2011 kl. 20:49

4 identicon

Þegar fingurinn bendir á tunglið, horfið fíflið á fingurinn

Njáll (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 22:02

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þessi rök þín fyrir orðhengilshætti Hæstaréttar dæma sig sjálf. Tilhvers að hafa löggjöf sem segir að það eigi að stoppa á rauðu ljósi ef það er mið nótt og enginn á ferðinn þegar þú kemur á mót rauðu ljósi?? Ögmundur notaði þessi rök í kvöld og hann kemur aldrei til með að bera æruna framar eftir slíkt tal. Þetta er rökleysa, kosningalögin eru skýr og þau heimta kosningaleynd og að frágangur kjörgagna sé með þeim hætti að ekkert, ekki neitt, vafaatriði geti komið upp.

Þessi kosning var einfaldlega ekki þannig úr garði gerð og Hæstiréttur ákvarðaði þ.a.l. kosningarnar ógildar. Til þess að þær geti farið fram aftur þarf að setja nýja löggjöf, þar sem þessi ófullkomna löggjöf gilti einfaldlega einungis um þetta ákveðna stjórnlagaþing sem nú er útséð með að verði.

Fólk er enn fast í sama bullinu og kom því í svaðið, túlka þetta og hitt einhvernveginn og hinsveginn. Það væri nær að byrja á því að fara eftir lögum, því það er sama hve vitlaus þau eru þá eru í gildi og ber að fara eftir þeim en ekki einhverju sem vanhæfir stórnmálamenn halda fram til að buxurnar hrynji ekki af þeim.

Sindri Karl Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 23:01

6 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sindri. Ég heyrði ekki Ögmund nota þessi rök með rauða ljósið, heldur annan þeirra manna sem kærði framkvæmd kosninganna og var einnig í Sjónvarpinu í kvöld. Annars er ágætt að velta "rauða ljósinu" aðeins fyrir sér, vegna þess að ég veit um "starfstétt" sem er á ferðinni á ákveðnum tíma nóttunni og hunsar rauðaljósið þegar sýnilega engin umferð er - og lögreglan er mér vitanlega ekkert að kippa sér upp við það. Hún horfir sem sagt á milli fingur sér. En til hvers að beita heilbrigðri skynsemi þegar við höfum lagabókstafinn til að fara eftir?

Atli Hermannsson., 25.1.2011 kl. 23:37

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þú ert því á því að heilbrigð skynsemi skuli komar ofar landslögum. Rauða ljósið er dæmi og það einfallt að allir skilja það. Ögmundi og þér finnst semsagt allt í lagi að nota skynsemina og fara frekar eftir henni en að lögum... Aka á móti rauðu ljósi, reykja hass í garðskálanum osfrv. Það er í lagi af því að þetta bitnar ekki á neinum, enginn skaði skeður...

Í hvaða þjóðfélagi er fólk eins og er lýst að ofan statt? Ber þetta vott um heilbrigða skynsemi?

Sindri Karl Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 23:52

8 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sindri. Að sjálfsögðu á að fara eftir landslögum. En það sem ég er að reyna að segja - en tekst ekki. Er að Hæstiréttur á ekki að leggja sig í framkróka við að finna lítilfjörlega vankanta þegar engin ástæða er til þess eins og í þessu tilfelli.

Jú að sjálfsögðu yfirsást mér sá tilgangur að reyna að koma í veg fyrir að í stjórnarskrá verði sett ákvæði um að ríkið eigi auðlindirnar.

Annað og sýnu verra var þegar Hæstiréttur dæmdi  vextina á erlendu lánunum "ólögleg"  Lagðist þar á sveif með lánastofnunum með því að segja að um forsendubrest hafi verið að ræða -  hjá þeim sem brutu lögin. Verðlaunaði síðan lánastofnanirnar  í sárabætur fyrir að hafa brotið lögin í sex ár með því að heimila þeim að taka hæstu vexti Seðlabankans á hverjum tíma. Þar skipta 100 milljarða um hendur. En í þessu tilfelli eru menn að sperra sig með vanlætingu út af  pappakössum sem ekki mátti nota og að gardínur hafi vantað á kjörbásana... give me a brake.   

Atli Hermannsson., 26.1.2011 kl. 01:14

9 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Atli, landslög eru öllum æðri og það ber öllum að fylgja þeim, það á líka við þig, Jóhönnu og stjórnlagaþingið. Kosningin á að vera leynileg og frjáls. Þess vegna eru þessi lög, til að koma í veg fyrir svindl

Þó þér finnist lög og reglur tilgangslaus, þá eru þau sett af ástæðu og þér ber að virða þau, þó þú sért jóhanna

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.1.2011 kl. 06:57

10 Smámynd: Atli Hermannsson.

Brynjar. Hæstiréttur bendir á einhver lög máli sínu til stuðnings. En rökstuðningurinn er byggður á vangaveltum eins og "þetta sé nú ekki alveg nóg gott" hér þyrfti að vera aðeins traustara skilrúm og gardína til að koma í veg fyrir að hægt sé að horfa yfir öxlina þegar 128 tölur eru páraðar.

Svo veit ég ekki hvað verið er að reyna að fela. Því í aðdraganda kosninganna voru allir í þjóðfélaginu að ræða sín á milli hvað viðkomandi ætli nú að kjósa... enda kvartaði enginn fyrir utan þessa þrjá pappakassa sem kærðu.

Þá sagði prófessor Eiríkur Tómasson, að verulegir vankantar þyrftu að vera á framkvæmd kosninga til að dæma þær ólöglegar. Þetta fellur tæplega undir alvarlega ágallar... heldur hnökrar. Hvernig gat það annars farið framhjá nokkrum að gardínur vantaði? 

Atli Hermannsson., 26.1.2011 kl. 09:28

11 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Lög um kosningar eru alveg skýr og það er ekki hægt að rangtúlka þær.

Þú meinar að það sé bannað að drepa fólk, en ef það er nóg af því þá má það. Svo ekki sé talað um er það er öðruvísi á litinn. Að gefa leifi á þetta Pandóru hólf þá ertu að segja að magn skifti ekki neinu máli, þannig ef það eru of margir svertingjar þá má hver sem er grisja á aðeins niður, er það sem þú átt við?

Það er þitt mál hvort þú gefur upp það sem þú kaust, þú getur líka kosið eitt og sagt að þú hafir kosið annað, sniðugt finnst þér ekki

Margt smátt gerir eitt stórt er það ekki, hvernig er það þegar nokkrir meðalstóri koma saman? Þá eru alvarlegir gallar á þessu

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.1.2011 kl. 15:34

12 Smámynd: Atli Hermannsson.

Brynjar. Ég er ekkert að meina neitt annað en það sem ég er að segja og er ekki heldur að gefa neitt í skyn. Þá nenni ég að öllu jöfnu ekki að þvæla mér í einhvern orðhengilshátt svo ég tali nú ekki um túlkanir um lagatæknileg atriði. En ég tel það vera hluta af meinsemdinni ásamt heljarstóru sérfræðingastóði sem veður uppi í þjóðfélaginu og er að ganga að þjóðinni dauðri -  alla vega allri skynsemi.

Skýrasta dæmið er sennilega þegar ég legg af stað með umræður um Hæstaréttardóm þar sem pappakassar og gardínur leika stóra rullu þá liður ekki dagurinn áður en farið er að draga dæmi um fjöldamorð og svertingja inn í umræðuna eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ég játa mig sigraðan.

Atli Hermannsson., 26.1.2011 kl. 16:27

13 Smámynd: Pétur Harðarson

Nú er ég ekki lögfróður en ég held að þegar einhver leggur fram kæru til hæstaréttar þá verður hann að taka afstöðu í málinu (það segir heilbrigð skynsemi mér allavega). Lögin sem alþingi samþykkti tengdu framkvæmd kosninganna við lög um alþingiskosningar. Hæstiréttur gat aðeins dæmt eftir þeim lögum sem komu frá ríkisstjórninni og því ættu menn frekar að eyða púðri í gagnrýni á þessa stjórn og alþingi. Það er rétt að þetta voru engar venjulegar kosningar og því hefði alþingi átt að taka sér mun meiri tíma í að undirbúa þetta. Það fer ekki saman að tala um þetta sem mikilvægasta lýðræðismál þjóðarinnar og í leiðinni láta eins og framkvæmdin skipti ekki höfuðmáli. 30% kjörsókn og ólögleg kosning er ekki góð byrjun á þessu mikilvæga máli og þess vegna betra að byrja upp á nýtt og gera þetta með mannsæmandi hætti. Það er heilbrigð skynsemi.

Pétur Harðarson, 26.1.2011 kl. 17:26

14 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Atli,  Lög um kosningar eru alveg skýr og það er ekki hægt að rangtúlka þær, snúa upp á eða misskilja á nokkurn hátt eða flækja/komast í kring um með orðhengilshætti, því er lýst nákvæmlega hvernig kjörklefi skal vera og hvað skiptir máli og hvað ekki, þetta klúður er lýsandi dæmi fyrir þessa ríkisstjórn og vanhæfni hennar

Brynjar Þór Guðmundsson, 27.1.2011 kl. 00:18

15 Smámynd: Atli Hermannsson.

Fyrst lögin eru svona afgerandi skýr; er þá ekki því einkennilegra að enginn kjörstjórnarfulltrúi á landinu öllu hafi ekki gert athugasemd við "útfærsluna" Ekki einu sinni yfirkjörstjórn sem skartar meðal annarra hæstaréttardómara. Hún var með ný lög um stjórnlagaþing í höndunum - en las kjörstjórnin ekki lögin. Jú að sjálfsögðu gerði hún það - en horfði sennilega á milli fingur sér með lítilfjörleg útfærsluatriði vegna þess að á allra vitorði var að verið var að feta nýja slóð og brydda upp á nýrri útfærslu við kosningar hér á landi.

Bottom line; Sjálfstæðismönnum orðið að ósk sinni og fengið það sem þeir vildu síðast sumar; þ.e.a.s. að ræða málið seinna.

Atli Hermannsson., 27.1.2011 kl. 10:00

16 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er rangt að ekki hafi verið gerðar athugasemdir úr kjördeildum varðandi útfærslu á kosningunum.

Sindri Karl Sigurðsson, 27.1.2011 kl. 18:21

17 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Sindri... það hlaut að koma að því að ég fullyrti eitthvað sem ekki stæðist nánari skoðun.... hehe.

Því má bæta við sem einnig er rangt hjá mér að hæstaréttardómari væri í landskjörstjórn, þegar það er hæstaréttalögmaður, svo það augljósa sé leiðrétt.

Við fylgjumst af áhuga með hvert fram vindur.

 Annars þakka ég öllum fyrir áhugaverð innlegg og ánægjulegt spjall.

Atli Hermannsson., 27.1.2011 kl. 19:32

18 Smámynd: Pétur Harðarson

Gallinn var einmitt að lögin voru ekki afgerandi skýr.  Þau voru unnin í flýti svo hægt væri að troða þeim hraði í gegnum þingið áður þingmenn fóru í sumarfrí.  Framkvæmdin var svo í takt við vinnubrögðin á alþingi.  Öll vinnubrögð í þessu máli sýna það sem var augljóst frá upphafi:  Mönnum var ekki alvara með þessu.  Þetta var sett fram til að afvegaleiða þjóðina og beina augum fólks frá mikilvægari málum eins og t.d. misheppnaðri fjármálaáætlun og ólöglegri ESB umsókn.

Pétur Harðarson, 28.1.2011 kl. 11:39

19 Smámynd: Atli Hermannsson.

Eiríkur Tómasson lagaprófessor segist ekki sjá nein rök fyrir því að hæstiréttur beitti strangari reglu um framkvæmd kosninga til ráðgefandi þings en í kosningum til Alþingis. „Hugsanlega hefði átt að beita síður strangari reglu en ég tel að eðlilegt hefði verið að beita sömu reglu.“

„Kosningar verða að vera frjálsar og heiðarlegar, dómur hæstaréttar er einstakur í þróuðu lýðræðisríki. Ég sé ekki að nein atriði hafi réttlætt ógildingu,“ segir Ólafur Þ. Harðarson forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann segir  mikilvægt að spyrja sig hvort það sé virkilega svo að framkvæmdavaldið hafi í kosningum til stjórnlagaþings gerst meira brotlegt en þekkist í þróuðum lýðræðisríkjum.

 Það er alltaf að koma betur í ljó að við búum ekki i réttarríki. Þess vegna vil ég. t.d. ganga í ESB, svo maður geti átt von á eftirlitsstofnunum frá ESB stand bæ klukkan níu á morgnana til að líta eftir gegnsýrðri stjórnsýsluna. Þá hefur maður Evrópudómstólinn einnig upp a að hlaupa þegar vina- og kunningjaklíkan sem hertekið hefur Hæstarétt gerir næst upp á bak. 

Atli Hermannsson., 1.2.2011 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 43271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband