9.10.2011 | 12:21
Aldur afstæður
Loðnuskipið Víkingur AK er fyrsta skipið sem landar á nýhafinni vertíð. Þeim sem stöðugt klifa á lítilli fjárfestingu í sjávarútvegi vegna óvissu í kvótakerfinu; má benda á að þetta mikla aflaskip er komið á sextugs aldurinn - og á enn framtíðina fyrir sér.
Loðnuvertíðin hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Atli, hvar í fjandanum eru peningarnir (hundruðir miljarða)sem þeir hafa (að þeirra sögn)fjárfest í greininni? En flott er skipið. Ég var einusinni á tappatogara á loðnu og var alveg draumur.
Eyjólfur Jónsson, 9.10.2011 kl. 12:46
Sæll Atli.
Það er sko rétt hjá þér að aldur er afstæður og þetta glæsilega skip er "öldungur".
En hvað skyldi þessi öldungur hafa gengið oft í "endurnýjun lífdaga"?
Það er nefnilega svo að þó talað sé um að flotinn sé orðinn gamall og úreltur þá hafa mörg þessi gömlu skip verið "uppfærð" reglulega og sum endurbyggð nánast frá grunni.
Það gæti að hluta til svarað spurningu þinni Eyjólfur.
Það er nefnilega, þó hljótt fari, sífellt verið að endurbæta og "uppfæra" gömul og góð skip.
Gaman væri að sjá saman mynd af þessum öldungi þegar hann kom til landsins nýr sem síðutogari, var það ekki? og síðan mynd af honum eins og hann er í dag. Þori að fullyrða að menn ættu erfitt með að ímynda sér að það væri sama skipið.
Viðar Friðgeirsson, 9.10.2011 kl. 14:03
Takk fyrir innlitið. Ég var einmitt að skoða systurskipið Sigurð fyrir nokkrum dögum þar sem það lá við bryggjuna þar sem hvalskipin eru. Ég sá ekki annað en að verið væri að dubba Sigurð af stað.
Það hefur alltaf einhver stórundarlegur misskilningur í gangi hjá okkur; um að allir hlutir verði að vera nýjir svo þeir virki. En það er mikill misskilningur eins og við vitum. Auðvelt er að benda á japönsku togarana sem dæmi um að lengi er hægt er að láta hluti virka.
Það kemur mér í sjálfu sér ekkert á óvart. Því þegar ég fór að fara á bryggjurnar sum staðar erlendis, eins og í Danmörku og Noregi rakst maður á skip sem voru komin á eftirlaunaaldur og voru enn i notkun. Þá get ég nefnt í framhjáhlaupi að ég var að koma mér upp nýjum Sóma 870 strandveiðibát. Það hvarflaði ekki að mér að kaupa nýjan rjómþeytara í hann. Heldur setti ég uppgerða pentu af gömlu gerðinni sem á eftir að endast a.m.k. 20 ár í viðbót.
Eyjólfur; þeir hafa eitthvað verið að fjárfesta í uppsjávarskipum og vinnslulínum á síðustu árum. En það skýrir ekki nema brot af skuldasúpunni eins og við vitum. Svo býr útgerðin við þá sérstöðu að tekjurnar eru gengistryggðar... ekki amalegt það.
Atli Hermannsson., 9.10.2011 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.