Kerfið í hnotskurn.

Ég veit ekki hvað fólk er alltaf að rjúka upp til handa og fóta þegar krísur sem þessi koma upp í sjávarútveginum. Það var Flateyri um daginn og Vestmannaeyjar núna. Ég veit ekki betur en að almenningur kjósi þetta kerfi yfir sig á fjögurra ára fresti. En það sem fólk er að fjargviðrast útaf er framsalið sem er innbygggt í kerfið og hefur verið það frá 1990. Einn fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallaði framsals-kerfið einmitt "vængi" kvótakerfisins... sem er réttnefni... bara í annarri merkingu en hann lagði í það.

En talandi um Flateyri og Vestmannaeyjar, þá passar ágætlega að setja hér inn lokaorð mín úr grein sem birtist í Mogganum rétt fyrir kosnningar.  

"Ágæti kjósandi; Ef þú ert einn þeirra sem aðeins finnur til samkenndar með íbúum sjávarbyggðanna þegar eldgos verða eða snjóflóð falla, þá skaltu bara halda áfram að kjósa kvótaflokkana. 

 

En við þetta má bæta að í ályktun um sjávarútvegsmál frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins stendur:"Ástand ýmissa fiskistofna er gott. Það eru hins vegar vonbrigði að ekki hefur gengið nógu vel að byggja upp suma stofna."

 Því spyr ég; Ástand hvaða fiskstofna er gott.?

Og hvaða fiskstofna hefur ekki gengið NÓGU vel að BYGGJA UPP?

 

Til minnis  þegar" besta fiskveiðikerfi í heim" ber á góma.

Ath; allar tölur eru úr skýrslum frá Hafró.

Þorskur Þorskstofninn, eða stofnmatið er er jafn lítið og árið 1995 þegar stofninn var í sögulegri  lægð eftir 11 ára" uppbyggingu" . Stofnmatið minnkaði um 15% í fyrra og 17% núna samkvæmt  togararallinu í mars. Aflinn 1984 var 284 þúsund tonn,  390 þúsund tonn 1987 og 200 þúsund 2006.

Ufsi,  svipaður afli og 1984.

Ýsa í sögulegu hámark þessi árin. Var 65 þúsund tonn 1984.  105 þúsund 2006.

Humar veiði var 2.400 tonn 1984.  1800 tonn 2006.

Gullkarfi  í sögulegu lágmarki eða að hruni kominn. Veiði 1984. 108 þúsud tonn. Tillaga 2006 22 þúsund.

Loðnuaflinn í vetur var aðeins einn fjórði af meðaltali áranna 1980-1990 sem þá var 1,300 þúsund tonn.

Flatfiskar: eins og t.d. skarkoli eru nær horfnir við landið ,eða aðeins einn fjórði frá  þvi sem var í stofnmati við upphaf togararalls fyrir 23 árum.

Skélfisku: á Breiðafirði hruninn.

Steinbítur: svipuð veiði og 1984.

Innfjarðarækja: fyrir vestan og norðan  hrunin. Var 7000 tonn 1984.  0 2006.

Úthafsrækjan fyrir norðurlandi sömuleiðis hrunin. Var 30 þúsund tonn 1984.

Grálúðuaflinn var 25 þúsund tonn 1984.  15 þúsund 2006.

 


mbl.is "Þetta er bara græðgi, bara græðgi og ekkert annað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Þú hittir naglann á höfðið.

Hagbarður, 2.6.2007 kl. 10:38

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér er sannleikurinn í hnotskurn, en varðandi meinta græðgisvæðingu þá hefur hún ekkert með Guðmund á Rifi að gera, hann er bara að vinna í umhverfi sem honum er búið, þessu er öllu snúið á haus. Græðgin liggur hjá örfáum mönnum í Eyjum undir forystu Binna bankamanns og Halla Gísla sem ætla að róta fyrirtækinu oní sína vasa á hálfvirði, ef það er ekki græðgi þá.....???

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.6.2007 kl. 11:06

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Raunsannur inngangur og stórfróðleg upptalning. 

Þórir Kjartansson, 2.6.2007 kl. 11:56

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Hafsteinn... rétt hjá þér.. það þíðir ekkert að vera að gagnrýna þá sem starfa í greininni. Kerfið er verk stjórnmálamanna og þeir bera ábyrðina. Ég tek stundum dæmi af því hvernig stóru- útgerðirnar fóru að því að sölsa kvótann undir sig. Kerfið vann með þeim. Þeir fóru þannig að,að þeir keyptu eins og þeir höfðu orkuna til, þannig að fyrirtækin borguðu aldrei neina skatta nema  aðstöðugjaldið sem þá var. Þá afskrifaði "stórútgerðin" allar keyptar aflaheimildir lengst af um 15% á ári..... þvi er langur vegur að þær hafi í raun greitt eitthvað fyrir aflaheimildirnar eins og alltaf er látið í veðri vaka. Kerfið bauð uppá þetta og síðast þegar ég spurðist fyrir afskrifaði útgerðin 6% árlerga. Og það skrítna er að þrátt fyrir allar afskriftirnar þá eiga stórútgerðirnar ennþá allar heimildirnar...og er stærsti liðurinn í efnahagsreikningnum.

Kvótakerfið er í raun lögverndað þjófakerfi af fullkomnustu gerð sem mafían á Sikiley væri stolt af. 

Atli Hermannsson., 2.6.2007 kl. 14:14

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Atli.

Ég er innilega sammála varðandi það að stjórnmálamenn bera ábyrgðina.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.6.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 43271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband