Kæra Agnes.

Sæl Agnes og takk fyrir síðast. En um daginn þegar við vorum í  „skíðaskálanum" á Reyðarfirði, þá átti ég von á að sjá þig þar aðeins fleiri kvöld en raunin varð á. Ég hafði t.d. fyrir því að læra á hvernig átti að gangsetja sánaklefann... og var einnig búinn að ákveða að það yrði sérstakur konutími fyrsta kvöldið.

Því lét ég það bíða að ónáða þig „utan vinnutima" og mása við þig um sjávarútvegsmál sem eru mér frekar hugleikin. Þannig var ég t.d. nokkrum sinnum kominn á fremsta hlunn með að spyrja þig um það, hvernig þér þætti að Morgunblaðið skuli skapa aðstöðu og greiða laun „blaðafulltrúa" LÍÚ - þeim að kostnaðarlausu. En það hefur margoft verið með ólíkindum hvernig Hjörtur hefur komist upp með að halda uppi einhliða áróðri fyrir LÍÚ og kvótakerfinu og misnotað aðstöðu sína í einkadálknum „bryggjuspjall" Steininn tók svo úr þegar hann gagnrýndi Kompásþáttinn eins og alkunna er.

Þá er einnig með ólíkindum hversu vel Hagfræðistofnun gengur að fá almenning til að missa allt álit á starfsmönnum stofnunarinnar og starfsaðferðum hennar. Ég var að vísu búinn að því fyrir nokkrum árum og lét mér þá nægja þegar Ragnar og félagar gáfu það út eftir mikinn talnaleik, að framleiðni í sjávarútvegi hafði aukist á tilteknu tímabili um 91,44% þegar þorskafli hafði minnkað um 45% og skuldir útgerðarinnar aukist um nokkur hundruð prósent á sama tímabili.

En það er enn smá von um að eitthvað það gerist sem dugi til að vinda ofan af þessu rotna og úrelta spillingarkerfi. Hvað þarf til veit ég ekki - en á marga alkóhólista dugar ekkert annað en að fara alla leið á rassgatið - áður en hægt er að byggja þá upp aftur.

Um daginn heyrði ég svo í fiskifræðingi í „speglinum" sem ég man ekki hvað heitir...En hann taldi að ef um marga og staðbundna þorskstofna væri að ræða hér við land, væri kvótakerfið í núverandi mynd úrelt. Ég hafði nokkur orð um sama efni í grein sem ég skrifaði 2003. Kv Atli

 http://www.internet.is/floyde/grein6.html


mbl.is Hörð gagnrýni á Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 42914

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband