Botninum náð?

Maður er alveg orðlaus yfir þessum niðurskurði. Loksins þegar maður ættaður úr sjávarþorpi gegnir embætti sjávarútvegsráðherra - þá skal þorskkvótinn ná sögulegu lágmarki. Og það furðulega er að togararallið er það eina sem ráðherra leggur til grundvallar niðurskurðinum. Hann fer í engu eftir ástandinu á grunnslóðinni sem er í hrópandi mótsögn við djúpmiðin. Það er ekki eins og það séu ekki til fleiri gögn en togararallið. Það er líka eitthvað til sem heitir netarall og aflatölur sem sýna allt annað en minni fiskgengd á grunnslóð víðast hvar í kringum landið. Þá eru til á tölvutæku formi nákvæmar skrár áratugi aftur í tímann sem kalla mætti sjóstangarall. Ég tæki mun meira mark á þeim gögnum en togararallinu eftir að hafa hlustað á fyrrverandi skipstjóra hjá Hafró. Á sjóstangamótum er td. hver tittur mældur og veginn, stangir taldar og fjöldi króka talinn. Af hverju er ekki litið á þessi gögn? Það er tuðað um að það þurfi að auka fé til rannsókna... en þess þarf sko alls ekki... og í raun alger fásinna þegar það eru alltaf sömu andlegu tréfæturnir sem lesa og túlka gögnnin sem þeir sjálfir öfluðu....   

 

Svo þegar ráðherra var spurður í Sjónvarpsfréttum um það hvort þetta væri ekki dæmi um misheppnað fiskveiðikerfi..... hvað hann svo ekki vera.... nei, skeggið er sko ekkert skylt hökunni að mati Einars.  


mbl.is Frjálslyndir ítreka vilja um svipað aflamark og frjálsar handfæraveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Atli!Ef þú sérð menn vera "sniglast"í kring um brotajárnshauga vítt um landið,sérstaklega ef togaraútgerð hefur verið einhverntíma á staðnum,þá getur þú verið viss um að þetta eru starfsmenn Hafró að leita sér að gömlum hlerum stál og millibobbingum.Þetta eru hlutir sem ekki hafa verið notaðir í"praxís"til fjölda ára.Það er þetta aflógadót sem Hafró notar við sitt svokallaða"togararallý"og reiknar svo stofnstærð út frá því,U.S.A.á sinn 11-09-01.Íslendingar eru búnir að fá;06-07-07.Nú er það um að gera að gefa þessum mönnum engan frið með skrifum manna eins þinna Kristjáns P,Nilla,Jóhans E og fl og fl.Gefa þeim engan frið.Einhver var um daginn um að stofna Hollvinafélag þorskins,að mínu mati athyglisverð hugmynd.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 7.7.2007 kl. 10:10

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Ólafur, hann er góður hjá þér þessi með brotajárnið...en ekki eins fáránlegur og margir gætu haldið. Ég er þessar vikurnar við vinnu á Reyðarfirði og sé á daginn ágætlega yfir athafnasvæði Íslenska gámafélagsins og brotajárnhauginn hjá þeim.. hehe. En segðu mér endilega meira um hollvinafélagið... en ég hef verið í stopulu netsambandi og því ýmislegt farið framhjá mér að undanförnu. 

Atli Hermannsson., 7.7.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Já Atli.Þetta er í sjálfu sér fáránlegt af æðstu stofnun,sem með veiðistjórnun og rannsóknir fer,að haga sér svona.Sömu togsvæði sömu hlerar,stálbobbingar og gömlu 3ja hlekkja millibobbingarnir.Ekkert af þessum hlutum hafa verið í notkun í tugi ára,Ég held að þeir hjá"Jósafat Hinrikssyni" sjái þeim fyrir hlerum.Þ.e.a.s haldi utanum þessa forngripi þeirra.Finnst þér þetta ekki lýsa miklu ímundunarafli hjá þessum fræðingum.Það getur sennilega munað fleiri tugum þúsunda tonna í stofnstærð þorsk ef einn(þoskurinn sem lifir í sjónum) þeirra fyndi torfu af einhverju æti uppí sjó og kallaði á vini sína og frændur.Á meðan lufsuðust fornandardrögur Hafró um botninn fyrir neðan þá og ekkert fengist í þær.Og stofnstærðn minnkaði um helming.Er nema von að margir sjómenn líku þessum mönnum við börn í sandkassa.Ég man ekki hver það var: Hafstinn Viðar Eða Jóhann E. (bloggvinir mínir)sem komu með uppástungu um þetta svokallaða"Hollvinafélag þorsksins"Ég myndi gera það að tillögu minni að það yrði stofnað svona félag utan um þessa menn eins og Jón Kristjáns,Kristinn Pétursson,Sigurjón Þórðar og Magnús Þór.Ekki það að þeir séu einhverjir þoskar sjálfir en þeir eru áhugasamir um líf hans og þessvegna þetta nafn.Það væri fínt að hafa svona félagsskap til að þrýsta á alþingismennina(þerssvegva taldi ég ekki neinn þeirra upp).Einhver af þessum mönnum gætu t.d.tekið upp E-mail sem menn gætu svo skrifað sig inn í félagið svona til að kanna viðhorfið.Ég stakk upp á Kristni um daginn til að gera það,en þetta rann einhvernveginn út í sandinn.Íhugaðu málið það er kannske kominn áhugi á þessu aftur eftir:06-07-07.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 8.7.2007 kl. 09:15

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég kannast nú aðeins við sjávarútvegsráðherra og vinnubrögð hans og eftir þau kynni "er hann ekki á jólakortalistanum hjá mér".  Að mínu mati er hann svo mikill "tækifærissinni" og "kjaftaskur" að menn vita aldrei hvar þeir hafa hann.  Margt hafði maður heyrt og taldi ég að ekkert væri til í því, en eftir að hafa reynt hluti sjálfur, sannfærðist ég um að þetta var satt og rétt sem ég hafði heyrt.

Það eru til gögn,sem sýna svo ekki verður um villst, að við Íslendingar séum að láta HAFRÓ (með sínum úreltu rannsóknaraðferðum) teyma okkur á nákvæmlega sama stað og Kanadamenn voru TVEIMUR ÁRUM ÁÐUR EN ÞORSKVEIÐIBANNIÐ Á NÝFUNDNALANDSMIÐUM GEKK Í GILDI.

Jóhann Elíasson, 19.7.2007 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

floyde

Höfundur

Atli Hermannsson.
Atli Hermannsson.

Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, búsettur í Kópavogi. 

metaco@simnet.is

Sími 897 8060 

Tónlistarspilari

Allman Brothers Band - Whipping Post
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 08.19.Nordvag02c
  • 08.19.Nordvag02c
  • CAM00620
  • JB23
  • JB22

Tónlist

Tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 43272

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband