1.6.2008 | 22:38
Í tilefni sjómannadagsins.
Það eru 70 ár síðan Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur og því merkileg tímamót nú á árlegum degi hátíðar og réttindabaráttu sjómanna.
Árið 1987 voru sett lög um Sjómannadaginn og reglur til að tryggja sem flestum sjómönnum frí á sjómannadaginn. Þar er einnig ákvæði um að sjómannadagurinn skuli vera almennur fánadagur og er hann því einn af 11 opinberum fánadögum landsins.
Að þessu sinni væri eðlilegast að ríkisstjórnin dragi einhvern hentifána að húni. Því eins og kunnugt er þá fengu stjórnvöld í október 2007 alvarlega áminningu frá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Í áliti nefndarinnar segir að ríkisstjórn Íslands mismuni þegnum sínum og brjóti mannréttindi. Nefndin vísar til 1. greinar laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 sem segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. En kvótakerfið mismuni, því veiðiheimildum hafi eingöngu verið úthlutað samkvæmt veiðireynslu áranna 1981 til 1983.Sú ráðstöfun kunni að hafa verið sanngjörn og eðlileg tímabundið. En með setningu laganna nr. 38/1990 hafi ríkisstjórn Íslands breytt réttindum almennings til þess að nýta opinbera eign í sérréttindi til valinna einstaklinga. Þeir sem hafi fengið úthlutað aflaheimildum og ekki nýtt þær geti selt þær, leigt og veðsett í stað þess að skila þeim aftur til ríkisins í samræmi við alla sanngjarna og réttláta mælikvarða.
Sérhagsmunagæsla er því kjarni kvótakerfisins þó svo að lögin segi annað. Þau segja tilganginn vera að vernda fiskstofna, bæta nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu í landinu.
En hvernig hefur tekist til? Eftir 25 ára tilraunastarfsemi hjá ríkis-vísindakirkjunni Hafró er enn verið að slá höfðinu við steininn. Þorskaflinn er t.d. aðeins einn þriðji af því sem eðlilegt getur talist - eða svipað og Bretar veiddu hér áður fyrr. Þá eru flestir aðrir fiskstofnar aðeins hluti af því sem var fyrir daga kvótakerfisins. Ef ekki væri fyrir nær stöðugar verðhækkanir á erlendum fiskmörkuðum á undanförnum árum væri útgerðin með sínar 300 milljarða í skuldum fyrir löngu komin í þrot.
En er breytinga þörf? Ekki segir ríkisstjórnin sem segir kvótakerfið það besta í heimi". Þá segir hún að hingað liggi stöðugur straumur erlendra stjórnmála- og fræðimanna - sem vart geta hamið sig fyrir hrifningu. En mun ríkisstjórnin bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna? Frekar ólíklegt að svo verði. Því forsætisráherra segir þjóðina ekki bundna af áliti nefndarinnar, þó sjávarútvegsráðherra útiloki ekki að einhverjar breytingar kunni að vera nauðsynlegar. Verði brugðist við - verður það að öllum líkindum auvirðilegt og eingöngu ætlað þeirri hlið sem snýr útá við - í átt að öryggisráðinu. Því munu mannréttindi sjómanna áfram verða fótum troðin. Sjómenn ættu því að minnast þess í aðdraganda næstu alþingiskosninga - og kjósa með fótunum.
Þessi pistill birtist einnig í fréttablaði Frjálslyndra í Kópavogi.
Ekki forsendur til að greiða skaðabætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
floyde
Tónlistarspilari
Tónlist
Tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 43271
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Atli.
Góður pistill.
Það var góð tilfinning að ganga inn í Hafnarhúsið í dag undir ræðu sjávarútvegsráðherra á sjómannadaginn, með áberandi sýnileg mótmæli.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.6.2008 kl. 23:58
Hafró er brandari. Auðvitað vilja blýantsnagarar í Rvík viðhalda núverandi fyrirkomulagi, hvað annað? Nokkur sjávarpláss til eða frá skipta litlu. Ef á að kjósa Einar þarf hann að svara því JÁTANDI þegar spurt er hvor fiskveiðiráðgjöfin eigi að fara til sjómannana sjálfra.
Bjarni G. P. Hjarðar, 2.6.2008 kl. 02:21
Hafró Brandari segirðu...ef svo er þá tekur ekki betra við þegar Einar Kr. ákveður einhvern næstu daga hver þorskkvótinn verður fyrir næsta tímabil sem hefst 1. september næstkomandi. Þó undirbjó hann jarðveginn í makalausri ræðu sem hann hélt á Sjómanndaginn með því að leggja áherslu á hversu mikilvæg nýja 20% veiðireglan sé, sem að öllum líkindum verður síðan ekki notuð á næsta timibili sökum lélegrar útkomu úr togararallinu.
Til að útskýra hvernig þessi hávísindi virka ætla ég að setja hér inn texta úr grein sem ég skrifaði 2003 en er í fullu gildi nema í staðinn fyrir 25% aflaregluna sem stuðst hefur verið við þá hefur nýtingarhlutfallið nú verið lækkað í 20% - til að tryggja hraða uppbyggingu stofnsins.
"Ef við lítum á hvernig þetta virkar og tökum dæmi: Þá er svokölluð 25% veiðiregla í gildi, þ.e.a.s. ef veiðistofn þorsks er t.d. talinn1 milljón tonn hljóðar tillaga Hafró um að veiða megi 250 þúsund tonn, eða geyma 750 þúsund tonn í hafinu til áframhaldandi vaxtar og viðgangs stofninum. Ef veiðistofninn er 800 þúsund tonn eins og um þessar mundir mun vera óhætt að veiða 200 þúsund tonn, eða geyma 600 þúsund tonn.
Þegar veiðistofn þorsks var kominn niður í 520 þúsund tonn árið 1995 var tillaga Hafró því samkvæmt reglunni 130 þúsund tonn, að geyma skyldi 390 þúsund tonn til uppbyggingar á stofninum. En þá risu hagsnunaaðilar (LÍÚ) upp á afturlappirnar og sögðu tillögurnar ótækar og komnar niðurfyrir allar rekstrarforsendur. Því ákvað ráðherra og Hafró í sameiningu að aftengja 25% veiðireglunni og innleiða 30 þúsund tonna sveiflujöfnun. Því var aflamarkið 1995 ekki 130 þúsund tonn samkvæmt 25% reglunni heldur 155 þúsund, að nægjanlegt hafi verið þá að geyma lítil 365 þúsund tonn til viðhalds stofninum."
Atli Hermannsson., 3.6.2008 kl. 20:38
Blessaður. Þetta er alveg mögnuð grein hjá þér. Beni á greinina á heimasíðu xf.is. Það á náttúrulega að leggja niður Hafró...eða að gera hana að skúffu stofnun. Það eru bara sjálfstæðismenn sem standa vörð um þetta kerfi, aðrir flokkar eru farnir að humma yfir þessu rugli. Haltu áfram að skrifa um þetta. Bestu kveðjur. Helgi
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.